Úrval - 01.09.1973, Síða 12
10
atriði, sem vert er að gefa gaum
upphaf, endir, sérkenni — sem sagt
upplýsingar um það, sem þú ert að
hugsa um.
HVAÐA TEGUND VILTU FÁ?
Þá er fyrst að athuga, hvort þú
ætlar að hafa mótelið þitt í eftir-
dragi eða svo að segja bera það
með þér, næstum því á bakinu.
Til dráttar eru aðallega tvær teg-
undir á markaðnum.
Fyrst og fremst hjólhýsi, sem er
eins og ferðataska á hjólum. Og
sjáir þú hvernig það getur hækkað,
lækkað og líkt og breitt úr sér við
áningarstað sem búð eða tjald, þá
er auðskilið, hvers vegna það verða
beztu kaupin að stærð miðað við
verð. Það kostar frá 350—3000 dali.
Ferðataskan geymir samanbrotið
tjald. Og venjulega þarf ekki ann-
að en snúa takka þá myndast stofa
2,6 m breið og 6,6 m löng.
Botninn eða gólfið hefur svo
margs konar þægindi að bjóða. Þar
er gasofn, kæliskápur, salerni,
ÚRVAL
þvottaskál, og þetta eru yfirleitt allt
sjálfvirkir hlutir.
En ókostir þessa tjalds er hið
sama og annarra tjalda, það er ekki
hlýtt og það verður að reisa það
og fella við hverja áningu.
Hitt drátthýsið er hið upphaflega
hjólhýsi, stundum kallað „afatrill-
an“.
Ekki þarf að hafa það til nema
við upphaf og endi ferðarinnar. Það
er frumstæðast og að ýmsu leyti
eðlilegast allra hjólhýsa, oftast um
12 m á lengd, og kostar frá 700—
1800 ameríska dali. Stundum er það
útbúið með litasjónvarpi og sjálf-
skiptum hitastilli, baðherbergi og
kerlaug.
Helzti ókosturinn er alveg and-
stæða við tjaldhúsið. Þetta er frem-
ur þungt í vöfum og erfitt í stjórn-
un. Margir reyndir eigendur hafa
sig sem fyrst út af aðalvegi, ef
hvessir. Og sé þetta hjólhýsi ekki
haglega hlaðið, kemst það auðveld-
lega á undarlega óstöðvandi rugg-
hreyfingu, sem nefnt er sporðkvik