Úrval - 01.09.1973, Page 13
H J ÓLHÝS AB YLTIN GIN
11
og getur sveiflað bæði bifreið og
hjólhýsi út af veginum, þegar
minnst varir.
Og einnig má taka með í reikn-
inginn að hreyfingar og hleðslu-
kerfi er allt annað í bifreið en hjól-
hýsi og getur því valdið vandræð-
um og slysi við snögga stöðvun.
í slíkum tilfellum verður því að
gæta varúðar og forsjár með þessi
þungu hjólhýsi í eftirdragi.
Önnur tegund hjólhýsa — svo-
nefnd svínahryggstæki eru bæði til
stór og smá. Þau eru hönnuð á
tvenns konar grunni eða formi.
Hin fyrri gerð er miðuð við
sveitabifreið eða bændabýli.
Þá er keypt málm- eða viðar-
grind eins og kofi í laginu, með
stóru gólfi fyrir rúm uppi á þak-
inu, en „dagstofan" er þá niðri í
hjólhýsinu á hinu eiginlega gólfi
og má auðvitað sofa þar líka, ef
nauðsynlegt reynist.
Svona hjólhýsi kostar 3000—5000
dali. Þótt rými sé takmarkað í slíku
hjólhýsi, þá fer það vel á vegi við
hámarkshraða. Nokkur slíkra hjól-
hýsa, hin vönduðustu og dýrustu
með loftventlum og mjúkum hengi-
kojum eru ákaflega þægileg og auð-
veld í meðförum.
Að síðustu má nefna hin svoköll-
uðu vélheimili, sem eru nýjasta
tízka og dýrasta framleiðslan. Und-
irstaða þeirra er velbúinn vörubíls-
grunnur.
Slík vélhjólhýsi kosta 5000—25000
dali eftir stærð og íburði. Þau sam-
eina kosti þeirra, sem áður er getið
en mega heita annmarkalaus í
akstri og útbúnaði, búin öllum
hugsanlgum þægindum.
HVERS ÞARF AÐ GÆTA?
Fyrir 11 árum voru framleidd í
U.S.A. um 80 þúsund hjólhýsi ár-
lega. Nú síðasta ár nam salan 700
þúsundum hjólhýsa. Þessi þróun
hefur verið of ör á tvennan hátt.
Verkstæðin hafa bókstaflega þan-
izt út án þess að fullnægja þeim
kröfum um tæki og aðbúnað, sem