Úrval - 01.09.1973, Page 15
H J ÓLHÝS AB YLTINGIN
13
Hann útskýrir ekki einungis fyr-
ir þér um alla gerð og samsetningu
hjólhýsis, heldur er hann til með
að eyða nokkrum stundum til að
sýna hvernig allt vélgengið verkar.
Sumir lána jafnvel hjólhýsi heilan
dag til reynslu. En satt að segja er
lítil reynsla á þetta komin, sem hægt
er að hafa með út á þjóðveginn.
HVAR Á AÐ STÖÐVA
VIÐ VEGINN?
Fjölbreytnin við brautina er
óendanleg. Á síðastliðnu sumri vor-
um við hjónin á ferð í hjólhýsi af
tjaldhýsagerð og stöðvuðum á gras-
lendi í White Mountains-Hvítu-
fjöllum, þjóðgarði við Tundy-flóa
—• á gömlum skógarstíg í Main-
fylki, svæði þar sem ekkert mótel
hæfði umhverfinu, sérstæðu lands-
lagi og ljómandi fegurð.
En viljir þú fá heimsókn, og þurfi
börnin leikvöll, sundlaug og leik-
tæki, þá eru verzlunarþorp heppi-
legust.
Þar fæst oftast vatn, rafmagn og
benzín. Sumir vilja þó helzt stöðva
og dvelja þar sem hægt er að horfa
á kappleiki, fara á golf-námskeið,
sækja næturklúbba og leigja her-
bergi.
En hólhýsalægi er ekki alls
staðar auðvelt að fá. Þar hefur þró-
unin borið allar óskir ofurliði. Alls
staðar er kvartað yfir þrengslum,
ónæði og framkomu fólksins, sem í
hjólhýsunum býr.
Margar eru sögurnar um hjól-
hýsafólkið, sem eyðir nóttinni and-
vaka við vélhjólasmelli, hávaða frá
sjónvarpi nágrannans, öskur æðandi
barna, svo loksins flýr þetta fólk,
sem ætlaði að njóta friðsællar næt-
ur í skauti náttúrunnar.
Vandamálið, sem hin öra aukning
hjólhýsa hefur valdið, hefur fætt
af sér hugmyndir um átakanlega
reynslu tjaldhýsafólksins, sem lenti
á milli öfganna: Að loka sig úti frá
umheiminum eða verða að taka
hann með sér í ferðina.
Ef sparnaður er aðalástæðan fyr-
ir því, að þú hugsar þér að kaupa
hjólhýsi, þá skaltu fyrst leggja nið-
ur fyrir þér raunverulegan kostnað
við að njóta þess.
Gleymdu þá ekki góðri vetrar-
geymslu. En sumir neita þér um
að hafa það hjá þér eða þar sem þú
leigir. Gleymdu ekki heldur trygg-
ingunni, vegtolli og gasnotkun. Þetta
geta allt orðið verulegar upphæðir.
Mundu líka eftir að viðhalds- og
viðgerðarkostnaður þessara heimila
langt að heiman er oft býsna hár,
og sumir viðgerðarmenn líta ótta-
slegnir á hjólhýsi til viðgerðar eins
og þeir sjái draug og neita um alla
miskunn í vandræðum þínum. Við-
gerðarvandamálið er orðið svo al-
varlegt, að Hjólhýsastofnun og sölu-
samband hjólhýsa hefur neyðzt til
að gangast fyrir viðgerðarnámskeið-
um fyrir almenning .
Samt eru ýmiss konar teikn þess,
að þessi iðngrein, hjólhýsagerðin sé
að þokast af bráðþroska bernsku-
skeiði.
Bæði verksmiðjur og ríkisstjórn
taka nú orðið tillit til vandamáls-
ins um öryggi og tryggingu hjól-
hýsa. Nú er unnið að lögum og
ákveðnum skilyrðum sem iðnaðar-
stofnanir í gerð hjólhýsa verða að
lúta. Og í sumum ríkjum er meira