Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 16
14
ÚRVAL
að segja byrjað að hugsa fyrir hjól-
hýsalægi og hugsanlegum áningar-
stöðum þessara heimila að heiman.
En fyrst um sinn er samt ráðlegt
að athuga vel sinn gang og líta í
kringum sig talandi og akandi, áð-
ur en ákvörðun er tekin um það,
hvort heppilegt sé fyrir fjölskyld-
una að fá sér heimili á hjólum langt
að heiman.
Thomas Bradley, sonur þeldökks verkamanns á baðmullarekrun-
um, var kjörinn borgarstjóri i Los Angeles. Það er dæmi um þróun-
ina. í vaxandi mæli eru svertingjar kjörnir eða skipaðir í æðstu
embætti í Bandaríkjunum.
í áttatíu og tveimur öðrum sveitarfélögum er svertingi æðsti
kjörinn embættismaður. Sautján svertingjar eru á Bandaríkjaþingi.
Svertingjar eiga sæti í dómstólum hvers konar. Yfir 200 þeirra hafa
verið kjörnir á þing fylkjanna. Um tvö þúsund hafa verið kjörnir
til annarra embætta, almennum kosningum, í Bandaríkjunum.
Nærri helmingur af þessum þeldökku embættismönnum, sem hafa
verið kosnir til starfa, eru í Suðurríkjunum, og mest í fylkjunum
Alabama og Mississippi. Þetta er meira en þúsund prósenta aukn-
ing síðan 1965, en þá var lagabreyting samþykkt, sem gerði at-
kvæðisréttindi þeldökkra tryggari en verið hafði sums staðar í
Bandaríkjunum.
Mikilvægi þessarar þróunar birtist í ummælum eins stjórnmála-
sérfræðings, eftir að Bobby Seale, foringi róttækra svertingja, tapaði
í borgarstjórnarkosningum í Oakland í Kaliforníu. Hann sagði:
„Jafnvel þeir róttækustu, sem einu sinni treystu á mótmælaaðgerðir
og ofbeldi, eru nú farnir að reyna að ná markmiðum sínum í al-
mennum kosningum.“
U. S. News & World Report.
Walker & Dunlop bankinn í Washington verðlaunar starfsmenn
í því skyni að berjast gegn mengun, er bifreiðir valda. Hver starfs-
maður fyrirtækisins, sem áður kom á bíl sínum til vinnu en kem-
ur nú gangandi, á reiðhjóli, í strætisvagni eða í bíl, sem margir
starfsmenn taka saman, fær sérstakan bónus.
Milwaukee Journal.