Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 18

Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 18
16 ÚRVAL un til þess að hjálpa hinum snauð- ustu af fátæklingum Indlands. Hún barði að hrörlegum dyrum, hún vafði örmum tötrum klædd, ber- fætt börn, þvoði þeim og kenndi þeim í skjóli trés úti undir berum himni. Núna er Móðir Teresa, konan í hvíta Sari-búningnum, meðal bezt þekktu kvenna Indlands, þar með taldar Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, og skærustu kvik- myndastjörnur landsins. Hún á enn enga peninga, engar eignir, ekkert sparifé. En raunverulegur auður hennar er geysimikill. Eignir henn- ar eru nú 7500 börn í 60 skólum, 960 þúsund sjúklingar, er njóta um- önnunar í 213 sjúkraskýlum, 47 þúsund holdsveikisjúklingar á 54 hælum, 16 yfirgefin eða munaðar- laus börn á 20 barnaheimilum og 3400 bágstaddir eða deyjandi á 23 dvalarheimilum, allt þetta er í 35 borgum og bæjum í Indlandi og tylft annarra landa, þ. á m. Banda- ríkjunum. Hinir fátæku og vanræktu elska hana, hún er virt af Sendiboðum kærleikans, kaþólskri reglu, sem hún stofnaði árið 1950 og dáð af Hindúum, Múhammeðstrúarmönnum og kristnum, öllum jafnt, fyrir hina algjöru skuldbindingu sína gagnvart hinum snauðu, sem yfirstígur allar hindranir. f nóvember síðastliðnum voru henni veitt indversku Jawa- harlal Nehru-verðlaunin fyrir „ein- læga þjónustu við mannkynið án þröngsýnna skoðana á þjóðerni, stétt eða ætt.“ Móðir Teresa er 62 ára gömul, grönn, lotin, fremur lágvaxin, og hún á auðvelt með að hlæja með gestum. En lága, mjúka röddin hennar getur einnig verið ákveðin, jafnvel bitur, ef það getur orðið hinum þurfandi að gagni. Prestur nokkur, sem var ósammála henni um verkefni eitt, sagði önuglega: „Hún vill ekki hlusta — það er einn þáttur styrks hennar". Þegar Páll páfi bauð henni að opna deild frá Sendiboðum kærleik- ans í fátækrahverfum Rómar, komu fram andmæli um það, að þegar væru of margar nunnur á Ítalíu, sem leituðu hæfilegra verkefna. „Ef svo er“, sagði Móðir Teresa, „munu nunnurnar mínar sýna þeim, hvernig á að finna verk að vinna". Hún ferðast á þriðja flokks farrými lestanna, leggst á fjóra fætur til að skúra gólf, og notar og þykir vænt um sjal, sem svo mikið hefur verið stoppað í, að nær ekkert er eftir af prjónlesinu sjálfu. Hún sér í hinum fátæku það, sem aðrir sjá sjaldnast, einmanaleikann, kímnina, einlægni og styrk þeirra. ,,Ég vil endilega, að fólk læri að þekkja mikilleik hinna snauðu“, segir Móðir Teresa. „Eitt sinn fór ég með rís til Hindúafjölskyldu, sem hafði stolið. Áður en ég vissi af hafði móðirin tekið helminginn og gefið Múhammeðstrúarfólki, sem bjó þar við hliðina. Hún sagði, „þau eru alveg jafn svöng og við“. Ég held, að við þörfnumst hinna fá- tæku eins mikið og þeir okkar. Við verðum betri af sambandinu við þá“. Móðir Teresa fæddist árið 1910 af albönsku foreldri í Skopje í Júg- óslavíu, en þar var faðir hennar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.