Úrval - 01.09.1973, Page 20

Úrval - 01.09.1973, Page 20
18 ÚRVAL fátækir, margir alvarlega sjúkir, að- hlynningar og skjóls á þessu heim- ili í Calcutta, sem kallað er Nirmal Hriday (Hreint hjarta). Um fólkið annast systurnar og læknarnir og einnig Bræðraregla sendiboða kær- leikans, félagsregla, sem stofnuð var 1963. Um það bil 27 þúsund manns, sem hvergi var tekið við annars staðar, hafa verið færðir þangað. Allt annað andrúmsloft er í skóla við hliðargötu í Calcutta, upplýst- um af sólarljósinu, sem síast gegn- um krónur pálmatrjánna. Sendiboð- ar kærleikans reka nú tíu skóla með 2500 nemendum í Calcutta. Nokkr- ir eru í einu herbergi, aðrir, eins og þessi, eru stærri, en geta þó með engu móti kallazt íburðarmiklir. Hér um bil 250 börn á aldrinum 5 til 13 ára koma í þennan skóla til að læra og fá brauð og mjólk. (Mjólkin er gjöf frá dönskum börnum, hveitið kemur frá börnum í Englandi). Upphaf skólans er einkennandi. Móðir Teresa sá óræktaðan land- skika nálægt fátækrahverfi og bað eigandann, sem var bengalskur, um leyfi til að koma þar upp skóla. Hann gaf ekki aðeins leyfið, heldur gaf hann landið og reisti skólann. „Móðir Teresa getur látið alla hjálpa,“ segir einn sjálfboðaliðinn. „Hún kemur mönnum til að vilja klífa fjöll fyrir hana“. Stundum virðast tillögur hennar hinar furðulegustu. „Hún keypti prentvél handa holdsveikum", skrif- aði brezki blaðamaðurinn Malcolm Muggeridge í blaðið „Eitthvað fag- urt fyrir Guð,“ svo að þeir gætu prentað bæklinga og unnið sér inn dálitla peninga. Hvernig gat hún vitað hvers konar prentvél ætti að kaupa? Og hvernig gátu hinir holds- veiku vonazt til að geta prentað, svo bæklaðir sem þeir voru? Heimskulegar spurningar. Prentvél- in er á staðnum og vinnur"! í janúar 1971 var móðir Teresa kölluð til Rómar til að taka við hin- um fyrstu alþjóðlegu friðarverð- launum Jóhannesar páfa 23. og .á- samt þeim ávísun á 24 þúsund doll- ara. Hún stakk ávísuninni í striga- tösku sína til að fara með til Ind- lands og hefur síðan notað pening- ana til að stofna fyrirmyndar ný- lendu fyrir holdsveika í Vestur- Bengal. Fátæklingarnir og Móðir Teresa hittast nú ekki aðeins í Indlandi, heldur einnig í Tanzaníu, Yemen, á Gazasvæðinu, í Bangladesh, á Maur- itius, í Ástralíu, Englandi, írlandi, Venezuela, ftalíu, Jórdaníu og Bandaríkjunum. Á öllum þessum stöðum. eru litlar deildir frá Sendi- boðum kærleikans, þar sem fimm eða sex systur í hvítum sari halda áfram köluninni, sem hófst í Cal- cutta fyrir 25 árum. Fyrr á árum valdi Móðir Teresa sjálf sérhvern meðlim Sendiboða kærleikans. Það er ekki hægt nú. En hún krefst enn fjögurra ein- kenna: Góðrar heilsu, almennrar skynsemi, hæfileikans til að læra og glaðlegs lundarfars. Vinnan er gróf. Ekki er um að tala nein þæg- indi. Hver systir á aðeins bómullar- sari til skipta, sandala, regnhlíf, peysu til að verjast kulda, fáein á- höld og málmfötu til að þvo í. „Þetta er raunveruleg fórn“, segir ein syst- irin hreinskilningslega. „Við kom-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.