Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 21
móðir allra fátæklinga
lð
uru til að lifa erfiðu lífi, og það fá-
um við“.
Hjá utanaðkomandi mönnum
vaknar sú spurning, hvað komi
Móður Teresu og hundruðum nunna
til að eyða ævinni í þágu hinna
snauðustu allra snauðra. Til er svar.
Indverskur prestur í Nýju Delhi
sagði: „Nunnurnar skilja þessi orð
Krists bókstaflega: „það sem þér
hafið gjört einum af mínum minnstu
bræðrum, það hafið þér og mér
gjört'. „f augum móður Teresu og
nunnanna eru fátæklingarnir Krist-
ur sjálfur í dulargervi. Eða, eins og
sjálfboðaliði, sem vinnur með henni
segir: „Móðir Teresa sér guðdóm-
leikann í okkur öllum“.
Þegar ný fjölskylda flytur inn í hverfi eitt í Russel, Kentucky, er
henni afhentur listi yfir nágrannana, ásamt korti, þar sem merkt
er, hver býr í hverju húsi, eitthvað á þessa leið:
Smith-fjölskyldan, Anne og Frank, 2170 Willowfern Drive, sími
257-3138, götunúmer: 73. Börn: Debbie, 13 ára, Bruce, 7 ára. Rauður,
írskur hundur, sem heitir Rusty. Grár köttur, sem heitir Pepper.
Á hverju ári er listanum breytt í samræmi við breytingar, sem
hafa orðið frá fyrri lista. Þessi skýrsla er fólki gagnleg á margan
hátt, ekki sízt til að skapa betri kynni, en líka til þess, að fólk geti
til dæmis komizt að því, hver á hundinn, sem er að skemma gróður-
inn í garðinum. Einnig er fært á listann, hvaða krakkar eru til í
að slá blettinn, þvo glugga eða passa lítil börn gegn þóknun.
McCalTs.
Til þess að fá próf upp úr menntaskólum í Oregon-fylki í Banda-
ríkjunum verða nemendur nú að ná prófi, sem sannar, að þeir kunni
eftirfarandi: 1) að færa skattskýrslu, 2) að reikna stöðuna í ávís-
anahefti og 3) að reikna vexti af láni.
Líkami þinn er farangur, sem þú verður að flytja á lífsleiðinni.
Því meiri yfirvigt sem þú flytur þeim mun skemmri leið kemstu.
Ef kenna á fólki að segja sannleikann, verður líka að kenna fólki
að hlusta á sannleikann.
Samuel Johnson.
Hégómleiki stafar af þeirri sjálfsblekkingu .að einhver taki eftir
manni.
Paul E. Sweeney.