Úrval - 01.09.1973, Page 30
28
ÚRVAL
anæva úr veröldinni að heimsins
mestu eyðimörk, sem um árþúsund-
ir hefur verið eitt óaðgengilegasta
og óvingjarnlegasta svæði á jörð-
inni frá náttúrunnar hendi.
En allt í einu er hin áður frið-
helga Sahara orðinn umsetinn stað-
ur, með yfirstíganleg landamæri.
Það sannfærðist ég um, á flakki
mínu nýlega yfir geysilegar víð-
áttur þessa ævintýralega landsvæð-
is.
Nokkrar þúsundir ferðamanna
heimsækja nú Sahara árlega, og
fjöldi þeirra eykst óðfluga, og yfir-
völd hvetja til þessa ábatavænlega
ferðalags.
Allir heimsækjendur uppgötva
eins og ég, að í þessari syngjandi
þögn í gulum sandi undir bláum
himni, í hinni ótakmörkuðu víðáttu
og ægilegu fjarlægðum, eignast
maður nýja breidd og hæð hugs-
ana og kennda.
Að koma til Sahara er líkt og að
stíga yfir þröskuld í voldugum sal,
sem jörðin hefur geymt sem leyni-
hólf.
Ósjálfrátt grípur gestinn hljóðlát
helgi eins og í dýrðlegri dómkirkju
— virðing og lotning hræra strengi
hjartans.
Hann Tuareg, hinn hávaxni blá-
borðum lagði hirðingi (en þeir hafa
um þúsundir ára gjört þessar frjálsu
auðnir að sínum heimkynnum),
trúir því að frá upphafi hafi Allah
ætlað eyðimörkinni að verða við-
hafnarsal veraldar, þar sem hann
gæti fundið frið og hvíld frá glaumi
og streitu heimsins.
Þessi ályktun þeirra er hárrétt.
f Sahara er friðurinn dýpri um há-
degi en unnt er að finna um mið-
nætti annars staðar á jörðinni.
Og hugsið ykkur töfra miðnætt-
isins á Sahara. Undir þéttstimdum
himni verður enginn ósnortinn af
hinni algjöru kyrrð.
Og samt er þögnin eins síkvik í
sjálfu sér eins og tónar. Samruni
óteljandi breytilegra flata, sem
opnast og lokast í sífellu, stundum
svo þéttir, að þeir braga og flétt-
ast titrandi og sindrandi.
Mér fannst kraftaverki líkast,
hve hress ég varð líkt og hreinsað-
ur og upphafinn af einhverri leynd-
ardómsfullri orku frá þessari magn-
þrungnu, síkviku þögn.
DÖGUN NTS DAGS.
Sitjandi á voldugum vörubíl
ásamt 16 manna hópi ungra Amerí-
kana, Breta og Kanadamanna
skokkuðum við niður Norður-Sa-
hara þjóðveginn, sem er 2025 míl-
ur frá Algier til Kano í Norður-
Nigeriu.
Við vorum gagnteknir þeirri
ólýsanlegu spennu, sem því fylgir
að vera farmenn á vélknúnu öku-
tæki á leið eftir einum sérstæðasta
vegi heims.
Innan fimm eða sex ára er hugs-
anlegt að hægt væri að taka slíkri
leið með kæruleysi, en nú hlýtur
ferðamaðurinn á þessum slóðum að
telja sig einn hinna fyrstu sem nýt-
ur öruggur töfrandi dýrðar þessara
ókönnuðu og ókunnustu svæða allr-
ar jarðar. ■
Sahara er nærri fjórar milljónir
fermílna og nær yfir 10 lönd að
einhverjum hluta: Marokko, Algier,