Úrval - 01.09.1973, Síða 38

Úrval - 01.09.1973, Síða 38
/ 36 skjálfti. Fyrr þennan sama dag höfðum við fengið okkur hádegis- verð inni í bænum og þá fundið nokkra kippi. Það hafði fremur ver- ið æsandi, eitthvað til að segja vin- um okkar frá, þegar við kæmum aftur til bandarísku flugstöðvar- innar lengra norður frá, nálægt Ra- bat. En þetta var enginn kippur, held- ur feikilegur jarðskjálfti, og áður en ég hafði eiginlega áttað mig á, hvað hafði gerzt, spýttist vatn niður yfir andlit mitt og eitt hræðilegt andartak hélt ég, að hótelið hefði fallið niður að sjó. Þá var vatnið farið og ég sá, að það hlyti að hafa komið úr brotnum vatnsleiðslum og geymum. Og nú hrópaði ég: „Jerry, Jerry!“ í skelfingu. Nokkur andar- tök var þögn. Þá heyrði ég Díönu gráta og Jerry kallaði nærri sam- tímis, „Sue, Sue? Er allt í lagi með þig?“ Eg reyndi að hreyfa höfuðið og gat snúið því til hliðar nokkra þumlunga. Hægri handleggurinn var fastur undir feiknum af grjót- mylsnu, en ég gat hreyft þann vinstri dálítið. „Já, já. Hvað um ykkur Díönu?“ En svar Jerrys var hálfkæft. „Bíddu dálítið“. Ég vissi ekki fyrr en löngu seinna, að það var grátur Díönu, sem gaf honum krafta til að lyfta sér upp gegnum grjótið og grafa sig í átt til hennar. Hann komst til hennar og sá, að steyptur útveggurin hafði fallið yf- ir vögguna. Hann stritaði af öllum mætti og gat fjarlægt nógu mikið af grjóti til að losa barnið. Telpan þrýsti sér að honum með litlum barnshöndunum og hætti að gráta. ÚRVAL „Hún er ómeidd", heyrði ég hann segja. „Guði sé lof“, sagði ég við sjálfa mig. „Sue, hvar ertu?“ „Ég veit það ekki. Það er svarta myrkur. Ég held, að baðherbergishurðin sé ofan á mér“. Það var hún, og það hefur líklega bjargað lífi mínu. Hótelið var byggt utan í hlíð og hafði hrapað niður, eins og harmonika, sem þrýst er saman, 10—13 metra vegalengd. Ég var nú grafin undir riðandi rústum heils hótels. Jerry var fyrir ofan mig í hallanum. „Sue, ertu meidd?“ „Eg held ekki. En hvað um þig?“ „Ekkert að ráði. Það er allt í lagi með mig“. „Hvað heldurðu að klukkan sé?“ Þær fáu mínútur, sem liðnar voru, virtust mér sem klukkustundir. Jerry reyndi að telja í mig kjark. „Hún getur ekki verið mikið yfir tólf, það hljóta að koma björgunarmenn bráðlega. Við verðum að vera ró- leg, Sue.“ „Já,“ hrópaði ég. Vera róleg! Jafnvel meðan ég lá þama fann ég grjótmylsnuna hreyfast lít- ið eitt, þegar annar minni háttar kippur hristi bæinn. Ryk og sem- ent settist um allt andlit mér. Það gat alveg eins verið, að annar ofsa- legur skjálfti kæmi á eftir. Ég reyndi að hugsa ekki um það. Alla nóttina brauzt Jerry áfram gegnum grjótið í áttina að útveggn- um. Til að halda hugrekki mínu við skýrði hann mér frá með vissu millibili, hvert hann væri kominn. Við og við varð hann að hætta að kalla vegna þess að Díana fór að gráta, þegar hún heyrði rödd mína svo langt í burtu. Þar að auki gerði þunginn á brjósti mínu mér erfitt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.