Úrval - 01.09.1973, Page 45
43
Refsingar fyrir vanrækslu og seinlæti
hrúgast upp. En til eru aðferðir gegn öllu gaufi.
Geturðu hætt
að vera gaufari?
Eftir NORMAN V. SEALE
1 Þ
*
/ ýðingarmesta ákvörðun,
^ sem ég hef tekið um
•){(• áxamót var einmitt í
vK fyrra: „Ég ákvað að
-vj/vt/v|/vT/^ hætta öllu gaufi.“ Þá
/K/k/k/K/,, yar aigjör gaufari,
fyrirleit fastar áætlanir, forðaðist
erfiði og hlífði mér við leiðinlegum
störfum. Því meira sem skyldur og
kvaðir knúðu að dyrum, því fremur
langaði mig til að hliðra mér hjá
að mæta þeim. Ég var í bráðri
hættu að verða algjör trassi. En
fáein orð frá ágætum vini mínum
vöktu athygli mína. Hann sagði:
„Normann, þú virðist halda, að gauf
þitt og trassaskapur tilheyri þínum
eigin persónuleika eða sé kannske
ólæknandi sjúkdómur.
En hvorugt er tilfellið. Þetta er
aðeins slæmur vani. Og sem betur
fer er hægt að bregða vana sínum.
Og það er nauðsynlegt, að þú bregð-
ir þessum vana, áður en hann brýt-
ur þig.“
Orð hans gengu mér til hjarta.
Ég ákvað að vinna gegn þessum
vanda unz yfir lyki.
Og við þetta verk sauð ég saman
nokkrar reglur til leiðbeiningar, er
gætu orðið öðrum gaufurum til
góðs.
Hér eru þær:
Hættu að telja trassaskap
meinlausan
Kaupsýslumönnum mistekst, af
því að þeir taka ekki ákvarðanir
strax og missa af lyklinum að láni
og gæfu.