Úrval - 01.09.1973, Page 49
47
Fjöldi gæludýra í Bandaríkjunum fer
liraðvaxandi. Þeim f jölgar svo hratt, og fjöldi þeirra er
orðinn þvílíkur, að nú verður að finna fljótvirkt
ráð, annað en slátrun,
til að stöðva hina miklu viðkomu.
Getnaðarvarnir fyrir
hunda og ketti
Samantekt úr STAR eftir EVAN McLEOD WYLIE
vað væri heppilegast að
gera við körfu, fulla af
iðandi fjörugum og
heilsuhraustum kett-
lingum, eða kassa yfir-
fullan af hamingjusöm-
um, spikfeitum og sakleysislegum
hvolpum? Svarið er einfalt hvað
flesta snertir, og raunar ef til vili
dýrin sjálf líka: Bara drepa greyin.
Ekkert land í heiminum elur önn
fyrir eins mörgum gæludýrum og
Bandaríkin. Samt hafa dýravinir í
landinu yfirleitt ekki tekið eftir
því, að æ fleiri „offramleiðslu“-
kettir og hundar eru drepnir við
*
*
*
v'/vl/M/ \V \t/
/i\ /K/K/I\ /I\
— M/
H
/K
*
*****
fæðingu. Staðreyndin er sú, að við
höfum breytt mörgum skýlum og
stöðvum fyrir smádýr í sláturhús.
Áætlað er að 1 Bandaríkjunum
sé 31 milljón katta og 34 milljónir
hunda. Með ýmsum ráðum, þá „los-
um við okkur við“ 25 milljónir
þessara dýra árlega. í fyrra voru
100.000 smádýr drepin í Washing-
ton, D. C. Opinberir aðilar í New
York drápu 116.000 dýr sama ár, og
í ljós hefur komið að árlega kostar
þessi mikla slátrun skattgreiðendur
100 milljónir dollara (8.4 milljarða
króna).
Þrátt fyrir þessar ráðstafanir yf-