Úrval - 01.09.1973, Page 60
58
um, að þú hefðir fallið á prófinu.
Hvað getum við gert til aðstoðar
fyrir næsta próf?“
Leiddu barninu fyrir sjónir, að
lyginnar sé ekki þörf. Vertu reiðu-
búinn að hlusta jafnt á beiskan sem
sætan sannleika.
Foreldrar verða eðlilega æstir,
þegar þeir uppgötva óheiðarleika
barns síns.
Ótti og gremja æsa þau til öfga.
En það er ekki heppileg leið til
hjálpar barninu á braut heiðarleik-
ans aftur.
Anna litla, aðeins níu ára, greip
til lyga til að koma sér úr kröggum.
Mamma hennar sagði við hana:
„í okkar fjölskyldu treystum við
hvert öðru. Ef einhver skrökvar, er
ekki hægt að treysta honum lengur.
Það er slæmt.“
„Ég bið afsökunar," sagði Anna
litla. ,.É'g skal aldrei gera þetta aft-
ur, mamma mín.“
„Ég treysti þér, og því, sem þú
segir, Anna mín,“ sagði móðir henn-
ar.
Þetta var rétt aðferð. Engar spurn-
ingar, skammir, skipanir né loforð,
aðeins bent á æðstu verðmæti fjöl-
skyldunnar.
HVERNIG EFLA SKAL SAM-
STARF OG
ÁBYRGÐARKENND.
Börn taka minna tillit til orða,
sem sögð eru í skipunartón, en hlýða
betur, ef höfðað er til þeirra eiein
sjálfstjórnar og athugana. Þau taka
meira tillit til stuttra fullyrðinga,
sem ekki eru orðaðar sem skipun.
Á köldum morgni í miklum stormi
ÚRVAL
sagði Toddi, sem var níu ára við
mömmu sína:
„Mamma, ég ætla að vera í sport
jakkanum mínum í dag.“
Móðir hans svaraði: „Gættu á
mælinn, Toddi minn, ef kuldinn er
undir 10 stigum verðurðu 1 sport-
jakkanum, en sé frostið yfir 10 stig,
þá verður þú að fara í vetrarfrakk-
ann þinn.“
Toddi leit á mælinn og sagði: „Og
það er 12 stiga frost.“ Og hann fór
orðalaust í vetrarfrakkann.
Stundum er miklu áhrifameira að
skrifa niður athugasemdir en segja
þær munnlega. Móðir, sem var orð-
in þreytt á nöldri um vikulaun
skrifaði:
Óskalisti — auglýsing.
Ungir menn 10—12 ára, sem eiga
að vera sterkir, hugrakkir, gáfaðir
og snjallir í störfum.
Þeir eiga að geta barizt við villi-
dýr í holum og skógum, höggvið
til runna og reytt illgresi, vökvað
blóm og sópað stéttir.
Æski slíkra manna sem allra
fyrst. Umsækjendur mæti til við-
tals í eldhúsinu.
Þessi tilkynning vakti kæti bjá
börnunum og þau tóku á sig ábyrgð
starfanna umsvifalaust.
Á að borga bömum fyrir slík
smávik?
Nei. Barn þarf fæði, klæði, hús-
næði og hjálp. Það má gjarnan vba
að slíkt fæst ekki án fyrirbafnar.
Og það þarf líka tækifæri til starfa.
En það þarf einnig að skilja hlut,-
verk sitt til hjálpar á heimili smu.
Og það á hvorki að kaupa það +il
að haga sér vel eða fyrir að vera
ekki til ama.