Úrval - 01.09.1973, Page 65
SVONA ER KYNSLÓÐABILIÐ
63
legri skemmtun. En ég hef lifað 25
árum lengur, og ég hef komizt að
raun um, að í lífinu eru einnig aðr-
ar nætur, nætur þar sem setið er
hjá veiku barni, gengið fram og aft-
ur um sjúkrahússganga, haldið í
höndina á deyjandi manneskju eða
þeim, sem misst hafa ástvini.
Ég hef komizt að raun um að líf-
ið er margslungið. Hin fullkomna,
kona er meira en ástmey. Hún er
dóttir, eiginkona, móðir, systir, vin-
ur, meðlimur samfélagsins, borgari
í heimi sínum. Dagar hennar og næt-
ur eru samofin í mynstur úr gleði,
sorg, velgengni, mistökum, hlátri
og tárum í sérhverju hlutverka
hennar. Hún getur ekki fremur ein-
angrað eina nótt eða eitt hlutvrk
en hægt er að taka sundur mynstrið
án þess að eyðileggja það.
Eg hef einnig komizt að raun um,
að allar nætur eiga sinn endi og þá
verður að horfast í augu við gráa,
kalda dögunina. Unga fólkið segist
hata lygina. Þess vegna virðist
sumu þess frelsi ný-siðfræðinnar
vera sannleikur. Ást, segja þau, á
ekki að fjötra með boðum og bönn-
um, hún á að vera sjálfvakin og ó-
svikin. En þessari röksemd sést yf-
ir þá staðreynd, að ást án kvaða er
svikul. Orðin „í meðlæti og mót-
læti, þar til dauðinn oss aðskilur"
hljóma ef til vill eins og þau komi
málinu ekkert við í eyrum 16 ára
unglings.
Ég opnaði munninn til þess að
segja allt þetta, en stúlkurnar höfðu
þegar snúið við mér bakinu. Á því
andartaki skildi ég hvað kynslóða-
bilið í rauninni er: Við erum ó-
kunnugt fólk, sem ferðast sama veg,
en sjáum ekki það sama í kringum
okkur.
Misskilningurinn var mikill. Þær
voru hræddar um, að ég eyðilegði
fyrir þeim helgina. Þær vissu ekki
að ég var að hugsa um sorg, sem
getur varað ævina á enda.
Móðirin sagði: „Börnin mín segja hluti upp í opið geðið á mér,
sem ég mundi ekki einu sinni þora að segja við sálfræðinginn minn.“
Fyrirtæki í Great Bend í Kanada „hellir" peningaseðlum niður
í olíuborholur.
Þetta byrjaði með því, að Robert Davis, forseti félagsins, sem
lætur olíufélögum í té leðju og efni, sem þau nota við olíuboranir,
las frétt um, að banki í Dallas „malaði“ uppnotaða seðla í stað þess
að brenna þá. „Malaður" pappír er aðalhráefnið, er notað er í bor-
unarleðju. Davis varð Ijóst, að sá úrvalspappír, sem notaður er í
seðla, væri betri til þess arna en venjulegur pappír. Fyrirtækið
hefur keypt meira en hundrað tonn af möluðum peningaseðlum,
sem á sínum tíma höfðu verið 400 milljón dollara virði (yfir 33
milljarða króna).