Úrval - 01.09.1973, Side 70
68
ÚRVAL
hæfni til að lifa áfram sem gró-
andi stofnun samfélagsins.
Það varð okkur bæði undrun og
ánægja, að komast að raun um, að
yngsta kynslóðin virti mest hagnað
sinn af traustu sambandi og ein-
lægri snertingu við lög og siði for-
tíðarkynslóða, og snerist gegn
þeirri hugmynd að hver kynslóð
ætti að ganga sína leið ein. Auðsætt
var, að unga fólkið trúir á gildi
fjölskyldunnar og telur samheldni
hennar undirstöðu í hagnaði og
þörfum".
Við höfum lagt mikla áherzlu á að hjálpa fólki til að ná háum
aldri en lítið gert til að hjálpa því að njóta þessa háa aldurs.
„Eg hef fjórar drottningar,“ sagði stúlkan í pókernum.
„En ég vinn, ég er með fjóra kónga,“ sagði maðurinn.
„Nú, þá erum við jöfn,“ sagði stúlkan.
„Þetta verður í síðasta sinn, sem ég spila við Rauðsokk," sagði
maðurinn og lét sig.
Þau höfðu ekki komizt í heimsókn vegna atvinnu afans, en hún
sendi þeim Ijósmynd, sem sýndi bara bakhlutann á höfði barnsins.
Afi og amma komu þegar í stað.
Vestræn menning er svo sannarlega að koma til þeirra fáu stein-
aldarmanna, sem nú eru til. Sumir menn á steinaldarstigi, sem búa
í afskekktum byggðum eynnar Papua, Nýju Gíneu, hafa lagt niður
þann sið að hafa bein í nefi til skrauts. í staðinn hafa þeir valið
kúlupenna, sem þeir stinga í götin á nefinu og skreyta sig þannig
með.
Það er víða þröngt á þingi á baðströndunum. Á baðströnd í grennd
við Tókíó eru suma daga á miðju sumri allt að fimm hundruðum
þúsunda manna. Yfir höfðum fólksins flýgur þá þyrla með hátalara
og hvetur fólk til að sitja en liggja ekki, því að það taki of mikið
rúm, ef fólk liggi.
New Zealand Herald.
Menn geta ekki verið algerlega „afslappaðir“. Alveg eins og
klukka, sem þarf að trkkja upp, geta menn ekki „tifað“ án ein-
hverrar spennu.
Sidney J. Harris.
Ef þú hringir heim til Marlon Brando í Hollywood, heyrirðu af
segulbandi eftirfarandi svar: „Það lítur kjánalega út að segja, að
ég sé hérna ekki, en ég er hérna ekki.“