Úrval - 01.09.1973, Page 71
69
Líttu á mig!
Ég get gert Jón að spikfeitum kjagandi silakepp og komið
honum í dauðann.
Eg er
skjaldkirtill Jóns
Eftir J. D. Ratcliff
v (•viC'vlwKvf; á mig, ég er ljós-
.'kl —ijj'* rauði kirtillinn, sem
vií glenni mig framan á
L
vk
v / v!/ 'i/K/ >y.
VIVVKVKVKVK
\T/ f
vK barkanum a honum
•n'" Jóni, rétt fyrir neðan
barkakýlið. Eg er al-
veg eins og fiðrildi í laginu. Eg er
ekki nema örfá grömm að þyngd.
Dagleg framleiðsla hjá mér er ekki
nema eitt eða tvö milligrömm.
Stærðin og starfsafköstin gætu
svo sem gefið til kynna, að ég sé
ekki ýkja merkilegur.
En ég er heilt herveldi. Eg er
skjaldkirtill Jóns.
Ef mínir hormónar hefðu ekki
blandast í blóð Jóns um það leyti,
sem hann fæddist, hefði hann orð-
ið varaþykkur, flatnefja dvergur,
fábjáni í þokkabót.
En mitt stöðuga aðalstarf fyrir
Jón er að ákveða lífshraða hans —
mælilega talað hvort hann skríður
eins og snigill eða stekkur eins og
héri.
Það mætti líkja mér við smiðju-
belg, býst ég við. 3£g tendra þann
eld, sem stjórnar hraða þeirra
milljóna af frumum, sem breyta
fæðu í orku. Ég get látið eldinn
hníga niður í öskuna, en einnig
blossað öllu í steikjandi loga.
Ef ég framleiddi, þótt ekki væri
nema brot úr milligrammi of lítið
af mínu efni yrði Jón fljótlega
búlduleitur, feitlaginn, letilegur,
sljór og í versta tilfelli hálfgerður
grasbítur.
Hins vegar gæti ég bálað allt upp
í lífsarni hans, svo að hann yrði
haldinn dýrslegri græðgi eins og
hungraður úlfur, en þvengmjór í
vexti eins og hrífuskaft, af því fæð-
an brennur of ört.