Úrval - 01.09.1973, Side 72
70
ÚRVAL
Augun í honum mundu blásast út
eins og blöðrur, kannske svo hratt
og ofsalega að augnlokin gætu ekki
einu sinni hulið þau.
Hann yrði uppstökkur og æstur,
sennilega umsækjandi að einhverri
geðveikistofnun á stutturn tíma sem
vistmaður.
Hjartað mundi hamast og hamra
í brjósti hans, gefast upp og hætta
að slá. Eins og aðrir innkirtlar Jóns,
er ég ofurlítil efnaverksmiðja, sem
næli mér í ýmiss konar efni úr
blóðstraumi Jóns og samræmi þau
í hormónakerfi.
Tvö aðalefnin, sem ég framleiði
eru að tveim þriðju hlutum joð-
sambönd. Dagleg framleiðsla hjá
mér af joðsamböndum er aðeins
rúmlega 1/5000 úr grammi.
En þessir smámunir hafa samt
svo mikið gildi, að verði þar um ó-
samræmi að ræða veldur það
heilsuleysi í bernsku, sem gerir Jón
að vesaling og á fullorðinsárum ger-
ir það gæfumun krafta hans annars
vegar eða sjúkleika og vesaldóms.
É'g vil ekki rugla þig með öllu
þessu rausi um efnasambönd og á-
hrif þeirra. Fáein atriði geta varpað
ljósi yfir það, sem máli skiptir um
þessa frábæru efnaverksmiðju
mína. Joðefni koma til mín frá
meltingarfærum Jóns í ýmiss konar
formi.
Og efni mín eða enzím á lækna-
máli eru raunar nokkuð með mis-
munandi áhrifum gera þessa blöndu
frá meltingarefnum Jóns að joðsam-
böndum og breyta þeim síðan í
aminosýrur sem í mér eru nefndar
tyrosím.
Eftir að þessi efnalegu tengsl hafa
tekizt, fer ég að mynda mínar eigin-
legu tvær tegundir hormóna.
Því næst ganga enzímin mín enn
að verki og dreypa þessum hormón-
um í frumeindatali í blóð Jóns og
þannig síast þau út í hvern krók og
kima í skrokknum á honum.
Afl og áhrif hormóna minna er
alveg furðulegt. Froskungi án
skjaldkirtilshormóna verður aldrei
froskur.
Mínir hormónar efla í raun og
veru hverja einustu frumu til
starfa í líkama Jóns og þær eru
mikill fjöldi.
Vegna þessara miklu áhrifa verð-
ur allt mitt starf að vera undir ná-
kvæmri stjórn framkvæmt á ná-
kvæmlega réttum tíma og háð ná-
kvæmum hlutföllum.
Þegar konan hans Jóns var ó-
frísk, varð skjaldkirtillinn hennar
að sjá um ofurlítið meiri fram-
leiðslu eftir þörf hennar. Þegar Jón
sefur er orkuneyzla hans í lág-
marki, en ofurlítil hreyfing krefst
aukins framlags. Ef hann sezt upp
er það meira og fari hann framúr
og gangi um verður allt að komast
í gang hjá mér. Andleg áreynsla
Jóns krefst þó enn meira. Þú ættir
bara að vita hve mikið er að gjöra,
þegar Jón fær skattseðilinn sinn
eða þegar hann er að skrifa skatt-
skýrsluna. Tveir innkirtlar Jóns eru
í nánu samstarfi við mig, heilakirt-
ill og heiladingull, en sá fyrrnefndi
er flækjunabbi, sem eflir þann síð-
arnefnda, en báðir eru við heila
Jóns. En hormónar heiladingulsins
gefa mér boð og skipanir til starfa,
oft hraðboð, þegar mikillar orku er
þörf. Framleiði ég hins vegar of