Úrval - 01.09.1973, Page 74
72
einkennilegt sé verður þetta helzt
eða getur orðið af ofmiklu joði.
Bólga í heiladingli Jóns getur or-
sakað offramleiðslu á skjaldkirtils-
safa og örvað mig til að fylla lík-
ama hans af hormónum.
Krabbamein er einn af mínum
mörgu sjúkdómum. En það krabba-
mein, sem hendir mig er þó meðal
hinna viðráðanlegri. Það er stað-
bundið fremur en dreift. Skurð-
læknir kemst auðveldlega að því,
með fullum árangri til úrbóta.
Og oft nægja skjaldkirtils-töflur
til að draga úr vexti þess og eyða
því.
Sem betur fer vita læknarnir
heilmikið um lækningar við mínum
kirtlum, sennilega meira en um
nokkra aðra af innkirtlum Jóns. Ef
ég leggst í leti, geta þeir bætt það
upp með öðrum efnum. En fari ég
hins vegar of hratt í sakirnar er
hægt að draga úr áhrifum fram-
leiðslu minnar með ýmsum mót-
efnum. Eða Jóni verður skipað að
gleypa „kokkteil" með ýmsum joð-
samböndum. Það ber mér svo aft-
ur boð, þetta joð, um að ég þurfi
að halda mér í stilli. Geislavirkt joð
verkar mjög hratt til að draga úr
framleiðslunni og allt kemst í lag
á nokkrum vikum. Flestir slíkir
kvillar læknast þannig með lyfjum.
En stundum verður þó skurðlæknir
að koma við sögu. En sá skurðlækn-
ir þarf að vera nákvæmur og á-
kveða hæfilegan hluta til að nema
brott. Taki hann of lítið, heldur of-
framleiðslan áfram, en taki hann
of mikið verður að halda áfram að
eta töflur með hormónum.
ÚRVAL
En hvernig finnur læknirinn, að
ég er ekki í lagi?
Ef Jón fær fingraskjálfta í út-
teygðar hendur, er eirðarlaus og á
bágt með svefn, hefur mikla matar-
lyst, en grennist samt stöðugt,
fengju góðir læknar grun á mér um
offramleiðslu.
Ef Jón yrði þungbúinn á svip og
silalegur í hreyfingum gæti lækna
grunað hið gagnstæða. Úg væri þá
eitthvað að letjast.
Rannsókn og blóðprófun getur
svo venjulega komið lækninum á
rétta leið. Blóðprufa er tekin og
hormónamagnið mælt og það gefur
ágæta sönnun um starfsemi mína.
Tólf sýni eru oftast tekin, og aðeins
læknir getur svo ákveðið hvað bezt
er hverjum sjúklingi.
É'g býst við að fleiri leyndarmál
mín verði þó uppgötvuð á næst-
unni.
Rannsóknir hafa nýlega leitt í
ljós hormóna með kalcium-sam-
böndum. Þetta var um 1960. Og
örugglega kemur þar margt fram á
næstunni. Kalcium er eitt af undir-
stöðuefnum mannslíkamans — að-
alefni í beinum og tönnum.
Hormónar kirtla, sem eru bæði
nábúar mínir og ættingjar, efla
kalcium-sambönd í blóði Jóns, örva
þau, aðallega með því að draga þau
úír beinunum. Verði slík vinnsla
um of missa þau styrkleika. En kal-
cium-sambönd mín hjálpa til að
halda þessu öllu í skefjum. Þegar
fleiri sannanir koma til sögunnar,
má vel svo fará, að kalcium-sam-
bönd mín geti hindrað ofkölkun
beinanna, sem gerir þau brothætt
í eldra fólki. En þar eð þetta er ut-