Úrval - 01.09.1973, Síða 75
É'G er skjaldkirtill jóns
73
an míns umráðasvæðis, get ég engu
lofað, en þetta er mögulegt.
Að minnsta kosti er óhætt að
segja, að þú hefur ekki heyrt það
síðasta frá mér, svo mikið er mitt
vald, þótt ég sé lítill.
Sýnið mér hamingjusöm hjón, og ég skal sýna ykkur, að þau eru
hamingjusöm, af því að þau hafa ekki áhyggjur af því, hvort sé
„betri helmingurinn.“
Bill Copeland.
í augum málarans Henri Matisse er listin eins konar pílagímsferð.
„Þetta er eins og að ætla með járnbrautarlest til borgarinnar
Marseille,“ segir hann. „Hvert málverk, sem lokið er við, er eins
og stöð á leiðinni, nær og nær takmarkinu. Tími kemur, að málar-
anum kann að finnast, að hann sé loksins kominn á ákvörðunarstað-
inn. Þá gerir hann sér grein fyrir öðru af tvennu, ef hann er heiðar-
legur. Annað hvort er hann alls ekki kominn til Marseille, eða þá
að hann sér, að hann ætlar alls ekki til Marseille og hann verður
að fara lengra."
Hljómsveitarstjórinn Guy Lombardo fékk fyrsta tækifærið til að
„slá í gegn“ á þriðja tug aldarinnar, þegar útvarpshljóðnemi var
settur í danssalinn í Chicago, þar sem hljómsveit hans lék. Eftir
að hljómleikunum hafði verið útvarpað, hringdi hann til föður síns
og spurði, hvort hann hefði hlustað. „Ég heyrði þetta,“ sagði fað-
irinn. „Þetta var allt í lagi.“
„Allt í lagi,“ sagði sonurinn. „Var þetta ekki stórkostlegt?“
„Sjáðu til,“ sagði faðirinn. „Ef þú ert á höttunum eftir hrósyrðum,
þá skal ég gefa þér samband við móður þína.“
Bílaviðgerðarmaðurinn segir:
Viðgerðin kostar 4000 krónur. 3000 eru fyrir vinnuna og 1000 fyrir
það, að ég svindla ekki á þér í tímareikningum."
Við höfum lengi verið áhorfendur í íþróttum, flest hver, og látið
aðra hlaupa, sparka og kasta fyrir okkur. Og nú erum við farin að
láta aðra tala fyrir okkur í sjórivarpinu, svo við getum setið þegjandi.
Bill Vaughan.