Úrval - 01.09.1973, Síða 77

Úrval - 01.09.1973, Síða 77
ÁSTRÍÐA VINCENT VAN GOGH 75 hans magnar áhorfandann umsvifa- laust. Fjöldi annarra listamanna var snjallari í dráttlist og meðferð lita og valdi sér áhrifameiri fyrirmynd- ir. Hann málaði gömlu skóna sína nokkrum sinnum og ekki færri en 40 sjálfsmyndir, þar eð hann gat ekki orðið sér úti um virðulegri verkefni. Og margir hafa náð list- rænni samsetningu. En allir geta séð, að Van Gogh, ólíkt hinum skólalærðu listamönn- um leggur sitt eigið helsærða og þrautpínda hjarta í liti sína og lín- ur á striganum. En einmitt þessi framsetning tal- ar beint til hjartaróta nútímafólks. Þó seldi Van Gogh aðeins eina af meira en 1600 málverkum og teikningum, sem hann gerði — og þessi eina mynd fór síðasta árið, sem hann lifði til starfsfélaga hans á aðeins 80 dollara. Þetta var mynd- in: Blómstrandi kýprussviður; svo seldist þessi sama mynd á uppboði í febrúarmánuði 1970 á 1.3 milljón- ir dollara (nálægt 100 millj. kr). En á því ári, þegar hollenzka stjórnin fullgerði fjögurra hæða Vincent Gogh-safn í Amsterdam, var hann einn í flokki örfárra mál- ara, í öllum heiminum, sem einka- safn hafði verið til heiðurs gjört. Yfir þann tíma, sem mátti heita starfstími hans sem málara og nam vart áratug, sendi Van Gogh að heita mátti öll sín verk til einu ver- unnar í allri veröldinni, sem treysti honum og dáði hann, en það var yngri bróðir hans og verndari, Theo að nafni. Þessi málverk meistarans voru öll send nýlega til hollenzku ríkisstjórnarinnar frá Vincent Van Gogh stofnuninni og syni Theos, sem nú er áttræður uppgjafa verk- fræðingur og var á sínum tíma lát- inn heita í höfuðið á þessum raun- verulega óþekkta frænda sínum. Þótt þessi nafni Vincents væri enn smábarn þau örfáu skipti, sem hann leit meistarann augum og um það bil ársgamall, þegar faðir hans dó, þá hefur andi Vincents mótað ævi hans alla. Fyrst voru það sögur, sem móðir hans sagði honum, en síðar myndir meistarans. Ein af hans fyrstu minningum er um eitt af elztu meistaraverkum málarans, þungbúinn hóp bænda sitjandi að máltíð, og heitir: „Kar- töfluæturnar". Árum saman hékk þessi mynd í borðstofu Van Goghs verkfræðings. Hann skrifar hlýlega um frænda sinn á þessa leið: „Myndir Vincents fá lífskraft sinn frá þeirri staðreynd, að hann leit á sjálfan sig sem verkamann, aðeins einn þeirra sem hann var að mála. Hann gerði sitt bezta til að finna út hvað göfugast og virðulegast væri í fyrirmyndinni og gera því skil. Þau áhrif sem geisla út frá mynd- um hans fela í sér elsku til hins mannlega, fjölskyldu hans og vin- áttutengsl við aðra.“ Listin var honum barátta gegn innra eirðarleysi. Það var eins og hann yrði að tjá sig fjöldanum á þessa leið: Sjáið hversu fögur mín veröld er. Ég sé aðeins hina góðu hlið mannlífsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.