Úrval - 01.09.1973, Page 82
80 ÚRVAL
Síðustu fjögui' árin, hefur rannsóknarskipið Glomar Challenger
starfað að því í kyrrþey að kanna undirdjúp sjávar.
Afleiðingar rannsókna þess eru þegar orðnar
næstum ævintýri líkar og eiga eftir að gjörbreyta hugmyndum
sem fengist hafa af fyrri athugunum.
Skip umskrifar
sögu jarðar
Eftir RONALD SCHILLER
*****
*
*
*
* að var í ágúst árið 1968,
(•J sem undarleg fleyta fór
í jómfrúrferð sína. Þótt
tæki þau sem skipið var
búið væru mjög full-
komin og hægt að beita þeim á
margvíslegan máta, stjórnað af tölv-
um og gervitunglum ætluðum til
siglingafræðilegra nota, þá leit
Glomar Challenger næstum út eins
og ólögulegur hlutur, samansettur
af barni. Það var einkum hinn tólf
hæða hái borturn, staðsettur mið-
skips, sem gerði skipið annarlegt á-
sýndum. Áhöfn skipsins samanstóð
að verulegu leyti af harðjöxlum
nokkrum sem áður störfuðu við
olíuboranir, ungum vísindamönn-
um og starfsmönnum af rannsókna-
stofum, jafnt konum sem körlum.
En þótt skipið þætti undarlegt og
áhöfnin óvenjulega samsett, þá var
þó markmið sjómennsku fólksins
enn óvenjulegra. Áhöfn skipsins
tókst á hendur verkefni sem nefnd-
ist einu nafni „hafdj úpaborun," og
var kostað af Vísindasjóði Banda-
ríkjanna (National Science Found-
ation) og yfirumsjón eða stjórn með
framkvæmdinni hafði Scripps haf-
fræðstofnunin. Markmiðið var að
bora niður í hafsbotninn á miklu
dýpi og kanna vísindalega leðju þá