Úrval - 01.09.1973, Page 98

Úrval - 01.09.1973, Page 98
96 ÚRVAL Egyptalandi og ekki orðið frísk eftir það. Á skólaárum mínum hafði ég alls enga andúð á þrælahaldi, gerði mér ekki grein fyrir, að neitt væri at- hugavert við það fyrirbæri. Dag- blöðin mæltu ekki gegn því, og presturinn sagði, að guði þóknaðist það. En fyrir kom lítið atvik, sem snerti þessi mál, og hefur brennst inn í vitund mína. Hjá okkur var lítill drengur, þræll, sem við höfðum fengið leigð- an hjá einhverjum í Hannibal. Hann var frá austurströnd Marylands og hafði verið fluttur frá fjölskyldu sinni yfir hálft meginland Ameríku og seldur. Hann var glaðsinna, sak- laus og blíður, en talsvert hávær. Allan heila daginn var hann ýmist syngjandi, blístrandi, kallandi eða hlæjandi, — og þetta þótti mér al- deilis óþolandi. Loks kom að því dag einn, að ég missti stjórn á skapi mínu og rauk öskuvondur til mömmu og kvartaði yfir, að Sandy hefði verið að syngja eða gaula í að minnsta kosti heilan klukkutíma, ég gæti ekki þolað það, og bað hana að fá hann til að þagna. Þá komu tár í augu hennar, varir hennar tóku að titra og hún svaraði eitthvað á þessa lund: „Vesalingurinn, — þegar hann er að syngja, sýnir það, að hann er að loka úti daprar minningar, og það fellur mér vel, en þegar hann er þögull, er ég smeyk um, að hann sé að hugsa um aðstöðu sína, og það get ég ekki liðið. Hann á ekki eftir að sjá mömmu sína framar. Eg get ekki hindrað hann í að fá útrás í söng, og er þakklát fyrir, að hann skuli geta það. Ef þú værir eldri, Sam minn, mundirðu skilja þetta. Þá mundi hávaði í vinlausu barni gleðja þig fremur en hitt.“ Þessi einföldu orð mömmu hittu í mark, og ég lét hávaðann í Sandy ekki fara í taugarnar á mér lengur. Bóndabæinn sé ég enn mjög skýrt í minningunni. Meðfram girðing- unni fyrir framan bæinn lá sveita- vegurinn, rykugur á sumrin og kjörinn staður fyrir snáka, þeir sóttust eftir að liggja þar og sóla sig. í prakkaraskap okkar áttum við til að grípa einn þeirra, fara með hann heim í hús og lauma honum í vinnukörfuna hennar Patsy frænku, því hún hafði megnasta ó- geð á snákum, og þegar hún tók körfuna í kjöltu sér og snákur skreið út úr henni, varð hún óð og uppvæg. Snákum gat hún aldrei vanist. Leðurblökur voru heldur ekki hátt skrifaðar hjá henni, en mér þykir þær vinalegir fuglar. í stórum helli, þrem mílum fyrir neðan bæinn, er við höfðum mikið uppáhald á, hélt sig ógrynni af leð- urblökum, og oftlega kom ég heim með eina og eina til að gleðja mömmu. Ég man vel eftir tréstiganum í húsi frænda míns og hvernig beygt var til vinstri þegar upp var komið; ennfremur stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum súðin fyrir ofan rúmið mitt og tunglgeislarnir á gólfinu, og hvítur, kaldur snjór- inn fyrir utan, sem blasti við gegn- um tjaldlausan gluggann. Vel gat hrikt í húsinu undan vindinum um nætur, og hve mér gat þá liðið vel undir rekkjuvoðunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.