Úrval - 01.09.1973, Page 103
MARGAR HLIÐAR A MARK TWAIN
101
kúlu gegnura jakka þess, sem
fremstur reið á smáhesti sínum, en
sá hafði haldið áfram ótrauður, þar
sem slíkir riddarar í fararbroddi
gegndu þeim skyldum að láta ekk-
ert nema dauðann einan aftra sér.“
Carson City var útkjálkabær með
um tvö þúsund íbúa. En þar grass-
eraði „silfur-æði“, þar eð silfurnám-
ur höfðu fundist í nágrenninu. Allt
snerist um að græða fé á silfrinu,
— og að skemmta sér fyrir þá fjár-
muni sem öfluðust! Lífið var því
fjörugt í bæ þessum.
Sam tók undir eins „silfur-bakt-
eríuna“ og fór í rannsóknarferð til
Humbolt-námanna, sem voru í 200
mílna fjarlægð frá Carson City. í
dagblöðunum höfðu birst furðu-
fregnir af silfurnámum þessum. En
í mánaðarlok var eftirtekja Sams
grjót en ekki góðmálmur, og því
neyddist hann til að taka starfi þar
sem silfur var hreinsað úr grjóti
frá morgni til kvölds.
Á miðju sumri 1862 skrifaði Sam
til Orions bróður síns, að bráðnauð-
synlegt væri fyrir sig að afla sér
fjár á einhvern hátt,, ,,og það sem
fyrst.“
Lausnin kom óvænt í bréfi frá
helsta dagblaði Nevada-fylkis,
„Territorial Enterprise“ í borginni
Virginia. En svo var mál með vexti,
að Sam hafði endrum og eins stytt
sér stundir með að rita gamansamar
hugleiðingar um lífið í vinnubúð-
unum og senda til „Enterprise”. Nú
brá svo við, að honum buðust 25
dalir á viku að gerast fregnritari
blaðsins. Sam var reyndar smeykur
um, að hann væri ekki hæfur í
Einn af fljótabátunum, sem Sam Clemens stjómaði. „Svipur vatnsins
varð með tímanum dásamleg bók. Hann sagði á hverjum degi nýja sögu.“