Úrval - 01.09.1973, Side 106
104
ákaflega nærri sér, og um tíma hélt
Mark, að hann ætti ekki eftir að
sjá hana brosa framar.
í nóvember ól Livy frumburð
sinn, dreng sem hlaut nafnið Lang-
don, og fæddist hann fyrir tímann.
Allt var í óvissu næstu vikurnar.
Livy var alvarlega sjúk og barnið
veiklulegt og þarfnaðist stöðugrar
umönnunar.
Vegna fjárhagsörðugleika urðu
þau hjónin á næsta ári að selja hús-
eign sína og ákváðu að eyða nokkr-
um mánuðum á Quarry búgarðin-
um, sem var heimili Elmíru, systur
Livyar. Hér hresstist Livy, og barn-
ið sýndi batamerki. Mark sneri sér
nú aftur að ritverkinu „Roughing
It.“
Hinn 19. mars 1872, nokkrum vik-
um eftir að Clemens kom heim eftir
fjögurra mánaða fyrirlestrarferð,
ól Livy annað barn þeirra hjóna, —
og hlaut telpan nafnið Olivia Susan,
hin fjörmikla og glettna Susy, sem
faðirinn dáði svo mjög.
En skuggi fylgdi þessum sólar-
geisla. Nálega þrem mánuðum eftir
fæðingu Susy andaðist Langdon
litli úr barnaveiki, nítján mánaða
gamall. Livy, sem enn var ekki bú-
in að ná sér eftir fráfall föður síns,
brotnaði á ný. í bréfi til systur sinn-
ar skrifaði hún: „Mér finnst stund-
um eins og lífsbraut mín sé vörðuð
gröfum.“
En sorg Livyar vék að nokkru til
hliðar, er hún tók að annast hina
fjörmiklu Susy. í lok ágústmánaðar
þótti Mark tilhlýðilegt að skilja
hana eina eftir meðan hann brygði
sér í ferð til Englands. En hann
ÚRVAL
saknaði hennar ávallt mjög, er þau
voru viðskila.
Frá skipinu á leiðinni yfir hafið
skrifaði hann henni: „Sjáðu mig í
anda, ástin mín, þar sem ég stend
aftast á skipinu og horfi í vesturátt,
mynda lúður með höndunum og
kalla út yfir öldurnar: „Ég elska
þig, kæra Livy!!“
Tilgangur ferðar þessarar var að
ræða um útgáfurétt við hina bresku
útgefendur, Routledge Bros. Þegar
Sam kom til Lundúna, fór hann
þegar á fund þeirra Routledges-
bræðra. Þeir sátu þá stundina að
hádegisverði og buðu gestinum til
borðs með sér.
Þeir bræður höfðu aldrei fyrr
heyrt né séð Mark Twain, — og
raunar aldrei heyrt neinn tala í
líkingu við hann. Hádegisverðurinn
framlengdist því í kvöldverð. En að
svo búnu lögðu þeir leið sína til
„Savage-klúbbsins" til bókmennta-
legra umþenkinga.
Upp frá þessu kvöldi var sem all-
ir Lundúnabúar væru þess reiðu-
búnir að greiða götu hans og gera
honum lífið létt. Hann þótti hinn
mesti aufúsugestur í matarveislum
og hvers konar félagsskap. Að sínu
leyti þótti hann ámóta merkur og
sérstæður og sjálfur Abraham Lin-
coln.
SÉRKENNILEGT ÍBÚÐARHÚS
Hinn 8. úní 1874 kom í heiminn
önnur dóttir, sem hlaut nafnið
Clara.
Þetta sumar opnuðust aftur frá-
sagnarlindir hans, og hann tók að
rita „Ævintýri Tom Sawyer“,