Úrval - 01.09.1973, Side 107
105
MARGAR HLIÐAR Á MARK TWAIN
Um þessar mundir höfðu þau
Clemens-hjónin keypt eignina Nook
Farm, skemmtilegt svæði í Hart-
ford, Connecticut, og hófu að reisa
þar hús. Það var enn ófullgert, þeg-
ar fjölskyldan flutti inn í septem-
ber.
Um hús þetta ritaði fregnritari
einn: „Þetta er einhver skrítnasta
bygging, sem smíðuð hefur verið
til íbúðar."
En þar bar mest á þrem smáturn-
um, og var sá stærsti átthyrndur
og um fimmtíu feta hár. Svalir voru
fimm, stór verönd og margir reyk-
háfar. Að nokkru minnti húsið á
gufubát. Á hæðunum þrem voru
nítján stór herbergi og fimm bað-
klefar með rennandi vatni, sem var
nýjung á þeim dögum. Fyrir ofan
arinhilluna í setustofunni var
gluggi, sem unnt var að opna upp á
gátt, — en þeim hjónum þótti gam-
an að virða fyrir sér í senn arin-
eldinn og snjófjúkið fyrir utan.
Fjölskyldan dvaldi vorið og sum-
arið 1875 í Hartford, og í júlí lauk
hann við „Tom Sawyer.“ Þá bað
hann ritstjóra ritsins „Atlantic
Monthly" að lesa handritið „og
benda á mestu gallana hjá mér.“
En ritstjórinn svaraði eftir yfir-
lesturinn: „Að öllu samanlögðu er
þetta besta strákasagan, sem ég hef
lesið. Hún hlýtur að slá í gegn.“
LÍF í TUSKUNUM
Einhver mesta ánægja Marks
Twain var að vera í félagsskap
dætra sinna, — þeirra Susy og
Clöru, og síðar Jean, sem fæddist
1880.
„Honum þótti vænt um öll börn“,
sagði Katy Leary, þjónustustúlka.
Hús Clemensfjölskyldunnar í Hartford, sem menn þekktu með nafninu
„Brella Mark Twains.“