Úrval - 01.09.1973, Side 108
106
„Og þeim þótti vænt um hann.
Hann lék sér við þau af innlifun
og vildi í öllu fara að óskum þeirra.
Hann átti til að syngja fyrir þau,
og lét það alls ekki illa í eyrum.
Líka lék hann fyrir þau á píanó.
Það var ævinlega líf og fjör, þegar
Clemens var í essinu sínu. En hins
vegar gat sitthvað hlaupið í skapið
á honum, sérstaklega ef eitthvað
var að skyrtunum hans. Ef hann
fann í skúfffunni sinni skyrtu, sem
tölu vantaði á, þá reif hann allar
skyrturnar úr skúffunni og kastaði
þeim út um glugga."
Árið 1876 hóf Mark Twain að
semja Ævintýri Stikilsberja-Finns.
Ritinu lauk ekki fyrr en 1883, og
var gefið út tveim árum síðar. Að
fáum undantekningum slepptum
var gagnrýnin fjandsamleg. Al-
menningsbókasafnið í Concord
leyfði ekki, að ritið sæist í hillum
safnsins sökum þess, að það gæfi
unglingunum slæmt fordæmi.
Seinna fjarlægði almenningsbóka
safnið í Brooklyn bæði ,,Tom Saw-
yer“ og ,,Stikilsberja-Finn“ úr
barnabókahillunum. Bókasafnsmað-
ur einn andmælti ráðstöfun þessari
og skrifaði Mark Twain og tjáði
honum skoðun sína.
Twain svaraði honum á þessa
lund: „Kæri herra, — orð yðar
koma mér í vandræði. E'g skrifaði
„Tom Sawyer“ og „Stikilsberja-
Finn“ fyrir fullorðna einvörðungu,
og mér hefur ævinlega þótt miður
að vita til, að börn fái aðgang að
þessum bókum. Hugur, sem verður
óhreinn í æsku, getur aldrei hreins-
ast síðar. Þetta veit ég af eigin
ÚRVAL
reynslu. Ég hugsa enn með bitur-
leika til æsku minnar, þegar mér
var ekki einungis leyft heldur
skipað að lesa Biblíuna óstytta áður
en ég varð fimmtán ára gamall. En
það getur enginn á þeim aldri án
þess að bera einhver soramerki í
sálinni ævina á enda. Ég vildi ég
gæti sagt eitthvað Stikilsberja-
Finni til afsökunar, en ég held hann
hafi verið engu betri en Salómon,
Davíð og fleiri persónuleikar í
hinni heilögu bók.“
DÓTTURMISSIR
Árið 1884 gerðist Twain sinn eig-
inn útgefandi með því að stofnsetja
„Webster Publishing Company."
Fyrsta bók fyrirtækisins var „Stik-
ilsberja-Finnur“, og sú næsta
„Minningar“ eftir U. S. Grant. Báð-
ar fengu þessar bækur góðar við-
tökur, en ekki gekk eins vel með
þær næstu.
Samt gat Twain tekið fé út úr fyr-
irtækinu til að fjármagna ýmsar
aðrar framkvæmdir. En árið 1891
hafði hann eytt svo miklu fé, að þau
hjón ákváðu að flytjast til Evrópu
í sparnaðarskyni.
Þau ferðuðust mikið um Evrópu
og eyddu talsverðum tíma í borgun-
um Berlín, Lausanne, París og
Florence. En þetta voru óstöðugir
tímar.
Á tímabilinu milli júnímánaðar
1892, þegar hann fór einn til Banda-
ríkjanna til mánaðardvalar, og maí-
mánaðar 1894, þegar hann kom aft-
ur til Evrópu sem gjaldþrota maður,
fór hann átta sinnum yfir Atlants-
haf og var fjarri Livy í um það bil
eitt ár. En hann var beðinn að koma