Úrval - 01.09.1973, Side 108

Úrval - 01.09.1973, Side 108
106 „Og þeim þótti vænt um hann. Hann lék sér við þau af innlifun og vildi í öllu fara að óskum þeirra. Hann átti til að syngja fyrir þau, og lét það alls ekki illa í eyrum. Líka lék hann fyrir þau á píanó. Það var ævinlega líf og fjör, þegar Clemens var í essinu sínu. En hins vegar gat sitthvað hlaupið í skapið á honum, sérstaklega ef eitthvað var að skyrtunum hans. Ef hann fann í skúfffunni sinni skyrtu, sem tölu vantaði á, þá reif hann allar skyrturnar úr skúffunni og kastaði þeim út um glugga." Árið 1876 hóf Mark Twain að semja Ævintýri Stikilsberja-Finns. Ritinu lauk ekki fyrr en 1883, og var gefið út tveim árum síðar. Að fáum undantekningum slepptum var gagnrýnin fjandsamleg. Al- menningsbókasafnið í Concord leyfði ekki, að ritið sæist í hillum safnsins sökum þess, að það gæfi unglingunum slæmt fordæmi. Seinna fjarlægði almenningsbóka safnið í Brooklyn bæði ,,Tom Saw- yer“ og ,,Stikilsberja-Finn“ úr barnabókahillunum. Bókasafnsmað- ur einn andmælti ráðstöfun þessari og skrifaði Mark Twain og tjáði honum skoðun sína. Twain svaraði honum á þessa lund: „Kæri herra, — orð yðar koma mér í vandræði. E'g skrifaði „Tom Sawyer“ og „Stikilsberja- Finn“ fyrir fullorðna einvörðungu, og mér hefur ævinlega þótt miður að vita til, að börn fái aðgang að þessum bókum. Hugur, sem verður óhreinn í æsku, getur aldrei hreins- ast síðar. Þetta veit ég af eigin ÚRVAL reynslu. Ég hugsa enn með bitur- leika til æsku minnar, þegar mér var ekki einungis leyft heldur skipað að lesa Biblíuna óstytta áður en ég varð fimmtán ára gamall. En það getur enginn á þeim aldri án þess að bera einhver soramerki í sálinni ævina á enda. Ég vildi ég gæti sagt eitthvað Stikilsberja- Finni til afsökunar, en ég held hann hafi verið engu betri en Salómon, Davíð og fleiri persónuleikar í hinni heilögu bók.“ DÓTTURMISSIR Árið 1884 gerðist Twain sinn eig- inn útgefandi með því að stofnsetja „Webster Publishing Company." Fyrsta bók fyrirtækisins var „Stik- ilsberja-Finnur“, og sú næsta „Minningar“ eftir U. S. Grant. Báð- ar fengu þessar bækur góðar við- tökur, en ekki gekk eins vel með þær næstu. Samt gat Twain tekið fé út úr fyr- irtækinu til að fjármagna ýmsar aðrar framkvæmdir. En árið 1891 hafði hann eytt svo miklu fé, að þau hjón ákváðu að flytjast til Evrópu í sparnaðarskyni. Þau ferðuðust mikið um Evrópu og eyddu talsverðum tíma í borgun- um Berlín, Lausanne, París og Florence. En þetta voru óstöðugir tímar. Á tímabilinu milli júnímánaðar 1892, þegar hann fór einn til Banda- ríkjanna til mánaðardvalar, og maí- mánaðar 1894, þegar hann kom aft- ur til Evrópu sem gjaldþrota maður, fór hann átta sinnum yfir Atlants- haf og var fjarri Livy í um það bil eitt ár. En hann var beðinn að koma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.