Úrval - 01.09.1973, Side 109
MARGAR HLIÐAR Á MARK TWAIN
107
heim frá Evrópu vegna versnandi
hags útgáfustarfseminnar, sem
raunar var á gjaldþrotsbarmi.
Hrun verðbréfamarkaðarins í
júní 1893 jók enn á erfiðleika bóka-
útgáfunnar. En þá gerðist atvik, er
reyndist vera ein mesta heillastund
í lífi Clemens: Septemberkvöld eitt,
er hann var staddur í Murray Hill
hótelinu í New York, var hann
kynntur Henry H. Rogers, sem var
meðeigandi John D. Rockefellers í
Standard Oil-félaginu. En Henry
hafði lengi verið aðdáandi rithöf-
undarins Mark Twain.
Rogers fékk Mark til að tjá sig
um fjárhag sinn, og eftir það þurfti
Mark ekki að hafa ýkja miklar á-
hyggjur varðandi peningamálin,
þótt hann yrði raunar gerður fé-
vana fyrst um sinn.
Þegar útgáfustarfið brást, komst
Mark Twain í vandræði, og því
sagði hann:
„Gamall vinur úr viðskiptunum
sagði við mig: „Viðskipti eru við-
skipti, og um annað er ekki að
ræða hér. Reyndu að ná samkomu-
lagi við lánadrottnana um, að þeir
fái þriðjung skuldanna og ekki
meira.“ En konan mín sagði. „Nei,
þú verður að borga skuldirnar upp
í topp.“ Henry Rogers var sama
sinnis og kona mín. Hann var eini
maðurinn, sem mat aðstöðu mína
réttilega. Röksemdir hans voru
þessar: í viðskiptum gilda ýmsar
reglur og venjur, sem unnt er að
fella sig við, þótt forsendurnar séu
hæpnar. En maður sem er þekktur
í bókmenntaheiminum, verður að
hafa hreinan skjöld. Hann getur
haft efni á að vera snauður fjár-
Twaiii-hjónin og dætur þeirra.