Úrval - 01.09.1973, Síða 113
111
Viltu auka orðaforða þinn?
1. að húma: að elta, að skyggja, að veita eftirför, að feta í fótspor e-s,
að rökkva, að birta til, að ræskja sig, að láta e-ð hjá líða.
2. leiðni: leiðindi, tilbreytingarleysi, eftirlátssemi, hæfileiki til að leiða
(t. d. hita, rafmagn), færð, byr, gröf.
3. talhlýðinn: eftirtektarsamur, athugull, athyglisverður, íhugull, sem
auðvelt er að telja hughvarf áheyrilegur, gegninn.
4. að kelfa: að gera kú kálffulla, að slá, að binda fyrir munn e-s, að ala
kálf, að sveifla, að hræða, að slátra kálfi.
5. íhugull: lúmskur, undirfurðulegur, upp með sér, ótryggur, varhuga-
verður, athugull, sem hugleiðir gaumgæfilega.
6. hampalítill: daufgerður, fyrirhafnarsamur, framtakssamur, sem lítið
þarf að hafa fyrir, framtakslítill, dapur, ömurlegur.
7. skvompaður: velktur, ölvaður, vatnsósa, útbíaður, drukkinn, örmagna,
krymplaður.
8. að umbuna: að hella á milli íláta, að hella niður, að endurgjalda, að
streyma burt, að þvaðra, að þola, að þrauka.
.9 tímulaus: nízkur, um kú sem hefur ekki haldið, tímabundinn, sem
hefur lítinn tíma, örlátur, til bráðabirgða, ójarðneskur.
10. kelkinn: þrár, seigur, sleipur, leiðitamur, stríðinn, kalklítill, kalk-
kenndur, óviðráðanlegur.
11. slenja: vökvi, linka, ódugur, slím, lasleiki, deyfð, bleyta.
12. bumbaldi: ógleði, uppköst, ofstopi, klukknahljóð, yfirgangsseggur, auð-
kýfingur, hroki.
13. nösóttur: hnýsinn, dettinn, með flenntar nasir, með nefkvef, fundvís,
(um hesta) með hvítan blett á flipanum, (um ketti) með bleikan blett
á trýninu.
14. déli: hundur, svoli, djöfsi, sóði, náungi, nirfill, vesalingur.
15. gnoð: ábreiða, þytur vindsins, nudd, allsnægtir, hugleysingi, haf, skip.
16. sýtinn: smámunasamur, þunglyndur, dapur, leiður, leiðigjarn, óhrein-
legur, örlátur.
17. mér dánar ekki: mér heppnast ekki, mér bregður ekki, mér líkar ekki,
mér finnst ekki, mér verður ekki um sel, mér stendur á sama, mér
batnar ekki.
18. narningur (nærningur): vosbúð, hrakningar, matargögn, lítill fengur,
nízka, barsmíð, róður gegn vindi.
19. smeitur: slúður, skráma, skríkjur, fliss, mar, feiti, ögn.
20. rýt: hljóð asna, hljóð svíns, úrgangur, fjas, rifrildi, ræskingar, hnífs-
stunga. (Svör bls. 128).