Úrval - 01.09.1973, Síða 119

Úrval - 01.09.1973, Síða 119
MEISTARI HROLLVEKJUNNAR 117 39 Steps“ sem kvikmyndagagnrýn- endur í New York útnefndu bestu mynd ársins 1938 varð nafn hans heimsfrægt. Á árinu 1938 kom hann til Banda- ríkjanna, kunni vel við sig þar og ákvað árið eftir að flytja þangað og setjast að í Hollywood sem bandarískur ríkisborgari og stjórna myndum sínum þar. Fyrsta mynd- in sem hann stjórnaði í Hollywood, ,,Rebecca“, fékk Oscarsverðlaunin sem besta mynd ársins. Hitchcock hefur sjálfur verið útnefndur besti leikstjórinn fimm sinnum. Hrollvekjur Hitchcocks eru svo varfærnislega, ljóslega og hugvit- samlega gerðar að þær tala alþjóð- legt tungumál. Fyrir nokkrum ár- um var gerð rannsókn, þar sem haft var samband við forstöðumenn kvikmyndahúsa í Tbronto, París, og Honolulu þar sem verið var að sýna ,,The Birds“, þá mynd sem er ein mest spennandi og hrollvekj- andi mynd sem gerð hefur verið. Spurt var um viðbrögð áhorfenda við nánar tilteknum atriðum í myndinni. Síðan var meistarinn spurður hvort hann gæti sagt til um viðbrögð áhorfenda við sérhverju atriði myndarinnar. Hitchcock varð ekki skotaskuld úr að tímasetja hverja hláturroku og hvert andvarp áhorfenda „The Birds“. „Stórkostlegt,“ sagði forviða vin- ur hans. „Vitleysa,“ sagði hinn óraskan- legi Alfred. „Ef ég hefði ekki vitað hvernig viðbrögð áhorfenda yrðu, hefði ég ekki hætt öllum þeim tíma og fjármunum við gerð mynd- arinnar." Meðan hann var enn í London um miðjan þriðja áratuginn kvænt- ist Hitchcock Ölmu Reville, sem hafði verið aðstoðarmaður hans. Hjónabandið hefur varað í 46 ár, þrátt fyrir tíma fjölgandi hjóna- skilnaða og upplausnar hefðbund- inna fjölskyldubanda. Helsta augna- blik hverrar kvikmyndar er þegar hann og Alma sitja ein í einka- kvikmyndasal þeirra og horfa al- vörugefin á fullgerða myndina áð- ur en hún er send til frumsýningar. Nótt eina sátu þau og horfðu á „Psycho". Þá sagði Alma: „Þú get- ur ekki sent myndina svona frá þér, Hitc.“ Hann horfði undrandi á Ölmu. „Eftir að Janet Leigh hefur verið drepin í sturtunni," sagði Alma, „er hægt að sjá hana draga andann.“ Þegar þau renndu aftur yfir myndina, sá Hitchcock það. Endurbætur voru gerðar á stund- inni og myndin send út á réttum tíma. Hitchcock-hjónin búa í því húsi í dag sem þau kayptu, þegar þau komu til Kaliforníu fyrir 34 árum. Þegar ég heimsótti þau nýlega komst Hitchcock á snoður um, að ég hef sérstakt dálæti á sérstöku Bordeaux-víni, sem ég get sjaldan veitt mér, vegna þess að það er mjög dýrt. Seinna, þegar ég steig út úr bíl Hitchcocks við hótel mitt, rétti bílstjórinn mér pakka. í hon- um voru 3 flöskur af árgangi þeim, sem ég hafði haldið að væri ekki lengur til. Með þeim var bréfmiði: „Það eru til 40 flöskur af þessu víni í heiminum. Þegar þú hefur tæmt þessar eru aðeins 37 eftir. Ósjálfrátt saup ég hveljur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.