Úrval - 01.09.1973, Síða 122

Úrval - 01.09.1973, Síða 122
120 ÚRVAL samdeilanlegur. Þetta leiðir til þess, að fjarlægð Jarðar frá Mars er óhemju breytingum undirorpin, allt frá 60 upp í 380 milljónir km, enda er þá sólin á milli. Allt, sem hreyfist í geimnum, gengur umhverfis miðlægan þyngd- araflspunkt eftir svonefndu keilu- sniði, sem getur verið sporaskja, fleygbogi, o. s. frv., eftir því, hve hraðinn er mikill. Eftir slíkri braut verður geimskip að fljúga til Mars og heim aftur. Fjöldi hugsanlegra brauta er mikill, og valið hlýtur að byggjast á því, á hvað er lögð mest áherzla. Unnt er að velja brautir, sem tryggja hvort heldur, stytztan flugtíma, minnsta eldsneytisneyzlu eða gera brottför mögulega á ein- hverjum ákveðnum tíma, og svo framvegis. Við útreikning á brautum er reynt að gera flugtaksþyngd sem allra minnsta. Fyrir flug til Mars næst þetta með því að nota svo- nefndar Chomansbrautir, en það þýðir, að flugtak er ekki fram- kvæmanlegt nema nokkra daga á tveggja til tveggja og hálfs árs fresti. Flugið tekur 259 sólarhringa og heimförin annað eins. f 450 sól- arhringa verður áhöfnin að bíða á Mars eftir því að það ástand skap- ist í himinhvolfinu, að unnt sé að halda heimleiðis eftir sömu braut- um. Þetta þýðir, að við lágmarks- flugtaksþyngd tekur allur leiðang- urinn 968 sólarhringa. Við vissar aðstæður er stundum mögulegt að stytta farartímann og halda um leið þeim brautum, sem kosta minnsta orku. 1981 gefst slíkt tækifæri. Yrði þá haldið frá Jörð 28. des. Eftir 220 daga, eða 4. ágúst 1982, mundi geimskipið kom- ast á hringbraut um Mars eftir að hafa dregið úr hraða sínum með heimlun. í tuttugu daga getur á- höfnin svifið niður á reikistjörnuna í sérstöku lendingarhylki og snúið aftur til geimfarsins, sem er á braut umhverfis plánetuna, að rannsókn- um lokið. Hinn 24. ágúst eru svo langflugshreyflar geimfarsins ræst- ir á ný og stefna tekin til Jarðar, og heim verður komið 29. marz 1983 eftir 456 daga úthald. Þótt þessi möguleiki stytti veru- lega leiðangurstímann, þá er hann samt æði langur. Af þessu spretta mörg vandamál, sem lausn hefur ekki fundizt á enn. Fyrst og fremst er um lífsskilyrði áhafnar að ræða. Hafa yrði með í ferðinni gífurlegt magn af matvælum, vatni og súr- efni, og forða þeim frá skemmdum í hálft annað ár. Vísindamenn at- huga nú möguleikana á því að skapa um borð svokallaðan vist- fræðilegan hring, þar sem allur úr- gangur frá líffærastarfsemi manns- ins yrði á ný gerður nýtilegur með sérstökum þar til gerðum útbúnaði. Ennfremur yrði að finna upp nýj- ar gerðir af stjórntækjum og sjálf- virkum eða fjarstýrðum vélum. Enn hafa menn ekki fundið tækjakerfi, sem gæti starfað snurðulaust í svo langan tíma. Annað hvort yrði því að hafa miklu traustari útbúnað, en nú þekkist, eða að hafa um borð viðgerðarverkstæði og sérhæfða við gerðarmenn. Auk þess þyrfti ný sjálfvirkni- kerfi og stjórnkerfi, sjálfvirkt eftir- lit með vélum og tækjum um borð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.