Úrval - 01.09.1973, Síða 123
MÖNNUÐ GEIMFERÐ TIL MARS?
121
og ný firðsambandskerfi, m. a. til
að koma upplýsingum og mælingum
á framfæri.
Einnig er við ýmsa læknisfræði-
lega og sálfræðilega örðugleika að
etja. Eitt þeirra verkefna er t. d.
að útbúa gerviþyngdarafl.
Hvernig á að koma Morsfarinu á
braut sína? Það yrði að vega nokk-
ur hundruð tonn. Enn hafa menn
ekki smíðað eldflaugar, sem flutt
gætu slíkt tröll, og ekki hafa menn
enn komizt upp á lag með að setja
slík skip saman úti í geimnum.
Þrátt fyrir miklar framfarir í
geimvísindum er því við ramman
reip að draga áður en hinn djarfi
draumur um Marsleiðangur getur
rætzt.
Skáldið Larry J. Rubin skýrði, hvers vegna hann kvæntist ekki:
„Ég hef gaman að ferðalögum, í flugvél, lest eða bíl,“ segir hann,
„og ef ég væri kvæntur, gæti ég ekki setið við gluggann.“
Bóndinn tók fyrir eyrun, þegar þotan flaug yfir.
„Þeir vissu, hvernig þeir áttu að bregðast við flugvélum á tímum
Leonardo da Vincis,“ sagði hann. „Hann teiknaði þær, og enginn
smíðaði þær.“
Tveir starfsmenn á flugvellinum í Formósu höfðu afgreitt mikinn
fjölda farþega, þegar maður nokkur kom til þeirra og sakaði þá hárri
raustu um klaufaskap í starfinu.
„Vitið þið, hver ég er?“ hrópaði hann.
Annar starfsmaðurinn sneri sér að hinum og sagði: „Þessi herra-
maður þarfnast hjálpar okkar. Hann veit ekki, hver hann er.“
Úr Shing Sheng Daily News, Formósu.
Maður nokkur á ökuferð í landsbyggðinni lenti í því, að leiðsla
slitnaði í bílvélinni. Hann þótist hafa himin höndum tekið, þegar
hann kom auga á verkstæði skammt frá.
Þangað komst hann og fann fyrir mann, sem kom og athugaði vél-
ina gaumgæfilega. „Hvert þó í hoppandi," sagði sá.
Hrollur fór um bílstjórann, og hann spurði: „Geturðu gert við
þetta?
Maðurinn brosti við og sagði sorgmæddur á svip: „É'g er hræddur
um, að það geti ég alls ekki. Reyndu að koma aftur á morgun, þegar
einhver er við hérna.“
Þú getur ekki vænzt þess, að annar sjái hlutina með sömu augum
og þú, þegar þú lítur niður á hann.