Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 124
122
ÚRVAL
ÚRVALSLJÓÐ
Svanasöngur
Margt er manna bölið,
misjafnt drukkið ölið,
lífs um tæpa tíð.
í dag byljir bíða,
bjart er loftið fríða,
á morgun hregg og hríð. .
Villtur er sá,
sem væntir á
stöðugt lengi
gleðinnar gengi,
gjörvöll hverfur blíða.
É'g var ungur maður,
alheill, fær og glaður,
lék við heimsins hátt.
Lukkan lét í hæfi
langt fram eftir ævi.
Féll til raunar fátt.
Minn var þá
þankinn sá
þann veg enda
láta og lenda
lundblíð mundi gæfa.
Þegar ég tvisvar tvenna
taldist búinn að renna
tugi aldri af,
hófst upp heilsuránið,
hvarf hið fyrra lánið
allt, sem auðnan gaf,
eins og ryk,
augnablik,
ókyrrt hjól,
vindblásin bóla,
báran, ar eða máni.
Fyrir fram að þekkja
forlög sín kann blekkja
mann á margan veg.
Vænti hann góðs án gátu,
geði það bráðlátu
sýnist seinka mjög.
En trúa sþá
um þraut og þrá,
það fyrir tíma
er talið að stíma
og tapar skapi kátu.
Sá, sem höppin hlýtur,
hefur ei á sér vítur,
ef hann óttast guð,
ei um ofsæld hirðir,
æ fyrir metnað girðir
og festir ei önd við auð,
huggun hýr
hrelldum býr,
kalda og snauða
Kristí sauði
klæða og fæða virðir.