Úrval - 01.09.1973, Side 125
SVANASONGUR
12S
Hinn, er kremst í kvilla,
þó kroppurinn láti illa,
iðki innra mann,
sjálfs guðs orði að sinna
og sig á það að minna,
af elsku að hirti hann.
Þol og bið
að þruma við,
það er sú frægð,
sem lætur hinn lægða
lifa og yfirvinna.
Gjör þú mig, læknir lýða,
lausan við þann kvíða,
er syndin eykur önd,
iðuna unda þinna
á honum láttu vinna
og haltu í trúarhönd.
Lækning sú
traust og trú
tekur af mæðu
innstu æða
og andargrandið stinna.
Hrjáð er holdið líka.
Hörmung kanntu slíka
sjálfur að bæta bezt.
Gjörðu eitt orð að inna,
oleo náðar þinnar
líkamans lækna brest,
lát mig þá
lækning fá,
linast meinin,
bognuðu beinin
bótina skjóta finna.
En ef vilt ég eigi
upp frá þessum degi
færist fætur á,
þá skalt þessu taka,
þig biðja og kvaka
að senda þol í þrá.
Húss þíns ker
hold mitt er.
Hvort það er kramið,
heilt eða lamið,
hvað skal ég það ásaka?
Þegar ég loks upp leysi
lúinn úr þessu hreysi,
dvínar ánauð öll.
Jesús hold mun hýsa
og helgri sálu vísa
í sína himnahöll,
en hún skær
það alheilt fær
aftur með sóma
á dýrðardómi.
Sá dagur mun fagurt lýsa.
Þá mun tárin þerra
þýður náðarherra
öll af augum mér,
svo og eymdarama
af upprisnum líkama
og setja i dýrð hjá sér.
Skal ég þér þá
heiðurinn há
í helgra gildi,
græðarinn mildi,
gjalda um aldir alda.
Stefán Ólafsson
(um 1619-1688).