Úrval - 01.09.1973, Side 126
124
ÚRVAL
Ný megrunaraðferð
Eftir BJÖRN L. JÓNSSON — Úr HEILSUVERND
rezkur læknir, Robert
Kemp að nafni, skýrir
nýlega frá árangri af
megrunarmeðferð 1510
sjúklinga, sem hann
stundaði á árunum 1956
leituðu til hans vegna
margvíslegra kvilla. Grein hans
birtist í enska læknaritinu The
Practitioner. í 1.—2. hefti Heilsu-
verndar 1968 var sagt frá starfsemi
þessa sama læknis, en sú skýrsla
náði aðeins til ársins 1965, og eft-
irfarandi frásögn er einnig að öðru
leyti fyllri en sú fyrri.
Megrunaraðferðin var fólgin í
ráðleggingum um mataræði, og
megináherzlan lögð á að leggja nið-
ur alla sykurneyzlu og draga mjög
úr neyzlu sterkjuauðugra matvæla.
Að öðru leyti voru sjúklingarnir
sjálfráðir um matarval og máttu
borða eins og þá lysti án þess að
mæla eða vega matinn eða reikna
út hitaeiningamagn hans. Ef sjúkl-
ingarnir léttust um pund á viku að
meðaltali, máttu þeir vel við una,
en það gat tekið mánuði eða nokkur
ár að ná æskilegri þyngd, og sjúk-
lingarnir áttu að hafa samband við
lækninn við og við. Reynslan sýndi,
að ef brugðið var út af fyrirmælum
læknisins, t. d. í veikindum, á jól-
um eða í sumarleyfum, fór vigtin
samstundis upp á við. Til þess að
halda henni niðri varanlega, verður
ekki hjá því komizt að fylgja sett-
um reglum ævilangt, ella fer allt í
sama horf og fyrr.
Karlar voru heldur fleiri en kon-
ur, eða 775 (konur 735). Af konun-
um voru hlutfallslega helmingi
\f/ \T/\J/\J/\
/W/l< /i\
til 1971 og