Goðasteinn - 01.06.1985, Page 12
Einu varanlegu verðmætin sem Jón Sigurðsson lét eftir sig voru
í blöðum og bókum og líklegt er að báðir þeir nafnar Jón Árnason
og Jón Borgfirðingur hafi sætt því færi að komast þar yfir kver.
í handritasafni Bókmenntafélagsins í Landsbókasafni eru
varðveitt þrjú ættartöluhandrit úr eigu Jóns frá Steinum, ÍB. 545,
8vo, ÍB. 566, 8vo og ÍB. 615, 8vo. ÍB. 566, 8vo er ættartölubók séra
Jóns Jónssonar i Mið-Mörk undir Eyjafjöllum i frumriti. Jón í
Steinum hefur eignast hana 1860, sennilega frá Jóni Vogfjörð í
Hlíð. ÍB. 615, 8vo er ættartölukver skrifað af Sigurði Magnússyni
í Holtum á Mýrum og séra Jóni í Mið-Mörk með viðaukagreinum
skrifuðum af Jóni í Steinum. Það ætti einnig að vera komið til Jóns
í Steinum frá nafna hans í Hlíð. Þessi þrjú handrit komu öll til
Bókmenntafélagsins frá Jóni Borgfirðingi og hljóta að vera komin
til hans úr dánarbúi Steina-Jóns.
Rannveig Jónsdóttir hefur ekki verið öfundsverð af stöðu sinni
1877, eignalaus með tvö ungbörn. Sonurinn, Jón, var tekinn á dvöl
á Mýri í Reykjavíkursókn og dó þar 25. september, tæpra 7
mánaða. Sesselja var um sinn í skjóli móður sinnar. Leið þeirra
mæðgnalá austur í Rangárþingog 1879 flytja þær fráÁrbæjarhelli
í Holtum að Reyðarvatni á Rangárvöllum. í fardögum 1880 fer
Rannveig vistferlum með dóttur sína að Leirubakka á Landi, þar
sem hún verður bústýra hjá Stefáni Eiríkssyni bónda þar.
Nú skilur með þeim mæðgum og Sesselja fer í fóstur til móður-
systur sinnar Guðrúnar Jónsdóttur og manns hennar Helga
Árnasonar frá Steinkrossi á Rangárvöllum, sem þá bjuggu að
Hvammi í Ölfusi.
Rannveig giftist Stefáni Eiríkssyni 1892 og hafði áður átt með
honum þrjá syni, Jón Pál 1883 og tvíburana Jón og Ingvar 1884.
Allir dóu þeir á fyrsta ári. Þau Stefán og Rannveig bjuggu á Leiru-
bakka til 1898, fluttu þá að Skarðsseli og bjuggu þar til 1910, en
þá andaðist Stefán. Rannveig dvaldi síðustu æviár sem húskona í
Næfurholti, vel látin af öllum sem henni kynntust. Hún dó þar
haustið 1918.
Helgi og Guðrún í Hvammi fluttu vestur til Kanada 1886 og var
Sesselja fósturdóttir þeirra i för með þeim. Fjölskyldan settist að
í byggðinni Þingvalla. Sesselja giftist Steingrimi Jónssyni bónda
10
Goðasteinn