Goðasteinn - 01.06.1985, Page 12

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 12
Einu varanlegu verðmætin sem Jón Sigurðsson lét eftir sig voru í blöðum og bókum og líklegt er að báðir þeir nafnar Jón Árnason og Jón Borgfirðingur hafi sætt því færi að komast þar yfir kver. í handritasafni Bókmenntafélagsins í Landsbókasafni eru varðveitt þrjú ættartöluhandrit úr eigu Jóns frá Steinum, ÍB. 545, 8vo, ÍB. 566, 8vo og ÍB. 615, 8vo. ÍB. 566, 8vo er ættartölubók séra Jóns Jónssonar i Mið-Mörk undir Eyjafjöllum i frumriti. Jón í Steinum hefur eignast hana 1860, sennilega frá Jóni Vogfjörð í Hlíð. ÍB. 615, 8vo er ættartölukver skrifað af Sigurði Magnússyni í Holtum á Mýrum og séra Jóni í Mið-Mörk með viðaukagreinum skrifuðum af Jóni í Steinum. Það ætti einnig að vera komið til Jóns í Steinum frá nafna hans í Hlíð. Þessi þrjú handrit komu öll til Bókmenntafélagsins frá Jóni Borgfirðingi og hljóta að vera komin til hans úr dánarbúi Steina-Jóns. Rannveig Jónsdóttir hefur ekki verið öfundsverð af stöðu sinni 1877, eignalaus með tvö ungbörn. Sonurinn, Jón, var tekinn á dvöl á Mýri í Reykjavíkursókn og dó þar 25. september, tæpra 7 mánaða. Sesselja var um sinn í skjóli móður sinnar. Leið þeirra mæðgnalá austur í Rangárþingog 1879 flytja þær fráÁrbæjarhelli í Holtum að Reyðarvatni á Rangárvöllum. í fardögum 1880 fer Rannveig vistferlum með dóttur sína að Leirubakka á Landi, þar sem hún verður bústýra hjá Stefáni Eiríkssyni bónda þar. Nú skilur með þeim mæðgum og Sesselja fer í fóstur til móður- systur sinnar Guðrúnar Jónsdóttur og manns hennar Helga Árnasonar frá Steinkrossi á Rangárvöllum, sem þá bjuggu að Hvammi í Ölfusi. Rannveig giftist Stefáni Eiríkssyni 1892 og hafði áður átt með honum þrjá syni, Jón Pál 1883 og tvíburana Jón og Ingvar 1884. Allir dóu þeir á fyrsta ári. Þau Stefán og Rannveig bjuggu á Leiru- bakka til 1898, fluttu þá að Skarðsseli og bjuggu þar til 1910, en þá andaðist Stefán. Rannveig dvaldi síðustu æviár sem húskona í Næfurholti, vel látin af öllum sem henni kynntust. Hún dó þar haustið 1918. Helgi og Guðrún í Hvammi fluttu vestur til Kanada 1886 og var Sesselja fósturdóttir þeirra i för með þeim. Fjölskyldan settist að í byggðinni Þingvalla. Sesselja giftist Steingrimi Jónssyni bónda 10 Goðasteinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.