Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 17

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 17
suður þá finn ég yður víst og líkast til færi yður bækurnar. Ég vildi annars helst geta komið mér þar fyrir annað hvort til að (læra) bókband eða hvert annað handverk sem væri. Riði mér þá að hitta einhvern sem heldur greiddi götu mína því ég er sjálfur lítt af bernskualdri kominn, hefi og líka átt í örðugum kringumstæðum sem allt vill heldur verða til að beygja mann, enda átt engan aðstoðamann og er það hvað með öðru orsök þess að ég er heldur óframfærinn og lítt uppöðlumikill. Það er sem yður grunaði að ég borgaði ívari póst 16 sk fyrir flutninginn. En þegar hann gat haft sig til að græða með þessari - stöku ráðvendni (!), þá get ég ekki misunt karlgreyinu fáeinna skildinga, einkum þar ég var búinn að borga þá aptur er bréfið kom. Æskilegt væri að fá miða aptur þá tómstundir yðar leyfa. Með virðingu, Jón Sigurðsson. Sagna- og rímnasafn séra Jóns Jónssonar í Miö-Mörk er nú í Landsbókasafni, JS. 382, 8vo — 384 8vo, þrjú bindi. Tvö þeirra eru meö vissu frá Jóni Vogfjörð, þau sem Jón í Steinum gerir grein fyrir í bréfinu. Jón Árnason hefur fengið þau inn i einka- safn sitt. Sennilega eru öll þrjú bindin frá Jóni Vogfjörö. Þetta safn séra Jóns er hið merkasta, ekki síst fyrir það að hér eru skráðar rímur Páls Sveinssonar í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum o.v. Kvæðabók Eggerts Ólafssonar lenti einnig í einkasafni Jóns Árnasonar og var keypt til Landsbókasafns úr dánarbúi hans. Hún er i tveimur bindum, Lbs. 552, 4to og Lbs. 553, 4to. talin í handritaskrá skrifuð af séra Oddi Jónssyni á Heiði um 1760. Guðríður, sem Jón segir systur Bjarna Thorsteinssonar amtmanns, var bróður- dóttir hans. Stefán Árnason bóndi í Kerlingardal var systursonur Guðríðar. Steinum þann 20. júní 1864 Alúðar heilsan. Það má svo heita fyrir mér að „bráð er barna- lundin,” þar eð ég er nýkominn frá yður og fer nú að vörmu spori að hripa yður línur þessar, án þess þó að nokkuð það hafi við borið er tíðindum sætir, nema ef telja skal að hér er nýdáinn karl einn, á að getska ofarlega á 7 tugs aldri. Þetta atvikaðist þannig Jón Andrésson í Vallartúni réri með öðrum til fiskjar hinn 11. þessa mánaðar, heilbrigður um morguninn. Bar ekkert á honum um daginn. Hann dró Iöngu allt upp að borði hvar hann missti hana. Goðasteinn 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.