Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 80
Norður-Ameríku snemma á öldinni. Ættarnafn það, sem hún hafði
frá föður sínum, var upphaflega Nyhagen, en hafði verið stytt í
Hagen, svo að betur félli að enskri tungu þar vestra. Sjálf sagðist
hún hafa lokið kennaranámi á yngri árum, kennt um árabil, en
síðan unnið við skrifstofustörf, þar til hún fór á eftirlaun þá fyrir
skömmu. Hún hafði afar gaman af þessari fjölbreytilegu skemmti-
ferð, en kvaðst hafa misst af miklu, að sjá ekki Þingvelli, Gullfoss
og Geysi. En við því var ekkert að gera, því að slysfarir hennar á
fyrsta degi höfðu komið í veg fyrir það.
Þessari ferð lauk með veislu á Loftleiðahótelinu og þar kvaddi ég
þetta áhugasama og sögufróða langferðafólk. Það hafði verið
gaman að kynnast þessum frjálsmannlegu Ameríkumönnum og í
huganum var ég þakklátur fyrir, hversu vel hafði gengið og þó
einkum fyrir það, að fröken Hagen skyldi sleppa næstum ósködduð
frá því að hrapa niður í sprunguna á Þingvöllum. Nokkru eftir að
leiðir skildu fékk ég póstkort og bréf frá sumu af þessu fólki og
minntust allir íslandsferðarinnar með sérstöku þakklæti. En
samskipti strjáluðust og féllu að síðustu alveg niður eins og gengur
og gerist, enda líklegast að ég sæi hvorki né heyrði nokkurn úr
þessum hópi framar.
Það voru orðin fjögur ár frá því ég fór þessa ferð, þegar það
gerðist snemma vors að hringt var til mín frá Loftleiðum, sem
reyndar kölluðust Flugleiðir, þegar hér var komið sögu. Erindið var
að spyrja, hvort ég gæti þá um sumarið farið með hópferð frá
Sögufélagi Minnesota, hliðstæða þeirri, sem ég hefði verið með
nokkrum árum áður. Beiðni þessi væri tilkomin samkvæmt
eindreignum óskum þeirra fyrir vestan, er skipulegðu ferðina. Mér
hlýnaði um hjartarætur við að heyra þetta og lofaði að takast þessa
ferð á hendur, ef ekkert óvænt kæmi í veg fyrir það.
Vikur og mánuðir liðu og í mörgu var að snúast eins og gengur
í dagsins önn. Ég hafði næstum gleymt loforðinu, þegar hringt var
á ný og ég minntur áþessanýju ferð. Á tilsettum degi hélt ég til móts
við hópinn og raunar var það með talsverðri eftirvæntingu, því að
mér lék forvitni á að vita, hvort þar væru ef til vill sömu fararstjórar
og fjórum árum áður. Brátt kom á daginn, að sá sem verið hafði
aðalfararstjóri var ekki með, en hinn sem verið hafði aðstoðar-
78
Goðasteinn