Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 39
sögn um það að Jón krukkur hefði dáið þarna hvað sem hefur um
leiði hans.
Skammt austan við Krukkshraun eru klettabríkur. Við þær var
selstaða frá Fagradal á fyrri tíð og nærri henni átti að hafa verið
heilisskúti sem Jón krukkur átti athvarf í er hann spáði fyrir um
atburði á þessu svæði, m.a. um framtíðarveg framan undir Reynis-
fjalli og upp hjá Görðum. Ofan fjallsbrúnar austan Öxafótarlækjar
átti að vera enn einn spáhellir, nefndur Krukkshellir og sagði gamla
fólkið að oft væri líkt og brugðið væri yfir hann huliðshjálmi.
Krukkshekkir er í túninu á Þykkvabæjarklaustri á Álftaveri, um
100 metra framan við núverandi bæ þar. Hellirinn á að tengjast
spásögnum Jóns á Þykkvabæjarklaustri en þær koma mjög við
sögu í Krukksspá. Krosshóli sem þar getur um og Jón sat á um
jólanætur er vestur frá Hraunbæ í Álftaveri.
Þessi örnefni eru naumast út í bláinn og eiga sér greinilega
alllanga ævi. Fremur en hitt styrkja þau það að Jón krukkur sé ekki
tilþúin persóna eða gervimaður.
Hugmyndafræði og staðfræði Krukksspár er annars efni I langa
ritgerð. Ekki skal hér frekar róið á það mið en í þess stað nokkuð
greini frá sögnum um Jón krukk og sögnum um örnefni og staði er
tengjast eiga spásögnum Jóns.
Það er gömul sögn að Jón krukkur hefði haft strák sér til
aðstoðar við spásagnir og hefur hann verið nefndur Verri-Krukkur.
Jón spáði um jólanætur, nýársnætur og Jónsmessunætur á kross-
götum, enda þá margt fýsilegt á ferli fyrir spásagnamenn og
vitringa.
Jón sat á vegamótunum, horfði niður í gaupnir sér og spurði
strákinn jafnan hvað hann sæi. Eftir því spáði Jón en sá var
hængurinn á að strákurinn var óvandaður og sagði aðeins í annað
hvert skipti satt frá. Því gengur ekki eftir nema helmingurinn af
spásögnum Jóns.
Þjóðsagan setti Jón í spor Fúsa sem flotinu neitaði. í einu samtali
mínu við rangæska fróðleikskonu, Herborgu Guðmundsdóttur frá
Grímsstöðum í Landeyjum, lét hún orð falla á þessa leið: „Ég segi
eins og Jón krukkur: Sjaldan hefi ég nú flotinu neitað,” og svo bætti
hún við: „Hann sat úti á krossgötum og varð vitlaus!”
Goðasteinn
37