Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 103

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 103
Er ég kom að Skógum haustið 1954, var þar við skóiann mjög dugandi og samhent kennaralið, sem mér féll sérstaklega vel að starfa með. Mátti hiklaust segja að þar væri valinn maður í hverju rúmi, enda sýndi ágætur árangur nemenda, að þarna var vel og dyggilega unnið. Snorri Jónsson kenndi þá sem jafnan síðan alla leikfimi og aðrar íþróttir. Allir sem til þekkja vita hversu íþróttir eru mikilvægur þáttur í öllu starfi heimavistarskóla og því nauðsynlegt að þeim stjórni traustir og ötulir kennarar. Þetta starf rækti Snorri líka af þvílíkri alúð, dugnaði og samviskusemi að leitun mun vera á öðru eins. Skólinn hafði gott leikfimihús næstum frá byrjun og árið 1960 var sundlaugin fullgerð og tekin í notkun. Bættist sund- kennslan þá við störf Snorra, en raunar hafði hann þá um árabil kennt sund á vornámskeiðum í Seljavallalaug. Sú kennsla fluttist að Skógum eftir að laugin kom þar og kenndi Snorri flestum börnum og unglingum úr Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu austanverðri upp frá því sund á hverju vori. Stóðu þessi námskeið oft alllangt fram á sumar. Jafnframt íþróttum kenndi hann líka smíðar við Héraðsskólann og einnig leikfimi, sund og handmennt við barnaskóla sveitarinnar eftir að hann var reistur í Skógum. Margs væri hægt að minnast frá löngum og farsælum starfsferli Snorra Jónssonar í Skógum. Hann reyndist alltaf frábærlega traustur og áhugasamur að hverju sem hann gekk. Gott þótti mér að vinna með honum og alltaf tók hann þvi ljúflega, þegar ég kvabbaði á honum um ýmis aukastörf, sem í þá daga voru lítið sem ekki borguð. Var þá sama hvort um var að ræða íþróttamót, kappleiki, sundkeppnir, iþróttasýningar á árshátíðum, gróður- setningarstörf í skógrækt skólans, gönguferðir með nemendum til fjalls eða fjöru, skólaferðalög og sitthvað fleira. Alltaf var Snorri boðinn og búinn til að hjálpa til og vera með í stóru sem smáu, svo að skólastarfið mætti vera sem fjölbreytilegast og ganga sem allra best í þágu nemenda, enda naut hann mikillar hylli þeirra og virðingar. Það er mikið lán að fá að vinna með samstarfsmönnum á borð við Snorra Jónsson og fyrir þetta samstarf vil ég á merkum tíma- mótum þakka honum af alhug. Leyfi ég mér líka að flytja honum þær þakkir í nafni skólans og efast ekki um að undir þessar þakkir Goðasteinn 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.