Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 15
Steinum þann 9. apríl 1863
Heiðraði menntavinur. Ég fór að finna Jón Vogfjörð rétt á eptir
að ég fékk bréfið frá yður og sýndi honum bréfið. Þá skoðaði ég
skruddur hans, þær sem heillegastar eru. Það er verst við þær að
það sem nýtilegast er, er allt innanum annað sem minna er í varið
ellegar alkunnugt, sumt líka prentað, svo sem Skírnirnar, frétta-
bálkur úr Fjölnir, fundinn Þórisdalur og m.m. Tvær bækur fékk
ég hjá honum, sú þriðja var og heil en um hana gaf ég ekki, því þar
var ekkert á nema Hrólfs saga Kraka, Gönguhrólfs saga og Hrólfs
Gautrekssonar. Ég leit að sönnu yfir þær, helzt til að sjá hvort ekki
væri meira í þeim en þeim prentuðu en það er víst ekki.
Það sem á þessum tveim bókum er, er þetta: 1) Rímur af Nitida
frægu (10.) 2) Ríma af Gríshildi þolinmóðu (ell. góðu). 3) Saga af
Þorgrími og köppum hans. 4) Rímur af Bergálfi jötni. Hefir vantað
nokkur erindi í handritið sem þær hafa veriðeptirskrifaðar. 5) Svar
uppá Hallgerðar lof Sigurðar Breiðfjörðs. 6) Rímur af Álaflekk. 7)
Rímur af Pólemstator og Möndulþvara. 8) Saga af Gunnari
Keldugnúpsfífli. 9) Saga af Hálfdáni Eysteinssyni. 10) Saga af
Þorsteini Víkingssyni. 11) Saga af Friðþjófi frækna. Þessar sögur
eru raunar samhljóða þeim prentuðu en verða að fylgjast að. —
Séð hef ég sögu af Nitida frægu en hún var styttri en rímurnar að
efninu. — Gríshildar rímur eru víst ritaðar eptir skáldsins eigin
handriti.
Á hinni er þetta: Tiðavísur eptir síra Þorlák Þórarinsson yfir árin
1759—66—67. Vísur og kvæði eptir Eggert Ólafsson. Saga af
Hálfdáni Brönufóstra. Hún inniheldur eins og ég gat um í hinu
bréfinu kafla sem ekki er í hinni prentuðu. Þessi viðauki er ekki svo
óverulegur, svipaður og samkynja sögunni að öllu lagi. Einstaka
orð eru úr henni fallin af vangá skrifarans. Saga af Samsyni riddara
fagra. Rímur af Hinriki hertoga — einstakasta ýkjur. — Rímur af
Sigurði snarfara. Saga af Amúratis og börnum hans. Saga af
Sigurði þögla. Ég hefi séð tvö handrit af sögu Sigurðar og álít ég
þetta best af þeim. Það er í því eyða í einurn stað sem hvorugt getur
fyllt. Annað var af Suðurnesjum og hafði langtum fleiri kapítula,
hitt var af Bakkabæjunum nokkru betra. Ég atlaði að bera þau
Goðasteinn
13