Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 45
Þessa leið fóru mjög Skaftfellingar, sem hér eru nefndir austur-
sveitamenn, er þeir fóru lestaferðir út á Eyrarbakka eða til Reykja-
víkur og jafnvel suður með sjó, út á Suðurnes. Gjörði Labbi þeim
margvíslegar glettingar og einkum þó þannig að hann sat fyrir þeim
í brekkunni austan í Núpnum og velti ofan af hestum þeirra.
Staðnæmdust klyfjarnar þá ekki fyrr en niðri í Fljóti og var til iitils
að leita þeirra þangað.
Svo bar við eitthvert vor að séra Magnús á Hörgslandi fór lesta-
ferð með piltum sínum og var förinni heitið suður með sjó. Höfðu
þeir marga hesta undir áburði suður, og er einkum tilnefndur
skjóttur hestur sem séra Magnús átti. Voru á honum smjörklyfjar.
Segir nú ekki af ferð þeirra fyrr en þeir koma út undir Eyjafjöll.
Búast þeir við því að Labbi muni hafa nokkrar glettingar í frammi,
eins og hans var vandi, og ganga nú sem vandlegast frá klyfjunum
áður en þeir leggja í Núpinn. Binda þeir klakkabönd á Skjóna og
ætla nú svo til að eigi verði Labba smjörklyfjarnar að féþúfu. En
þar fór þó nokkuð á annan veg, því þegar Skjóni er kominn á
brekkuna miðja, er sem lyft sé undir klyfjarnar og hrökkva klakka-
böndin sundur en klyfjarnar ofan og velta viðstöðulaust ofan í
Fljót. Varð séra Magnús allþungbrýnn við, því hann var því óvanur
að láta draga hönk úr hendi sér. Þegar þeir félagar koma vestur um
Núpinn, nemur hann staðar og segir piltum sínum að þeir muni nú
halda áfram ferð sinni út i Djúpadal hjá Rangá eystri (þar er
áfangastaður) og æja þar hestum sínum. Ætli hann að dvelja hér
litla hríð og megi þeir svo til ætla að ef hann verði ekki kominn í
Djúpadal þegar þeir hafi áð, þá sé sín eigi framar von.
Þeir gjöra svo sem prestur lagði fyrir, æja í Djúpadal og sleppa
hestum í haga en eigi kemur séra Magnús. Nú taka þeir hesta sína,
leggja á og láta upp klyfjar, og bólar þó eigi á Barða. Leggja þeir
þá af stað, en þegar þeir koma upp úr ánni vestanmegin, leggur séra
Magnús í hana austanfrá. Er þá hesturinn sem einn moldarköggul
að sjá af svita og ryki, en séra Magnús er fálátur nokkuð svo og
skólaus á öðrum fæti. Hafa þeir engar fréttir af honum og halda svo
fram ferðinni að eigi bar til tíðinda.
Fara þeir austur aftur og verða nú eigi Labba varir, enda hefir
hann eigi sést síðan. En fen eitt eða dý er þar skammt frá (í Núps-
Goðasteinn
43