Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 42

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 42
heitir Nóndrangur. í sögnum er að Jón krukkur hefði spáð því að Nóndrangur myndi hrapa niður og bóndinn í Mörk verða undir honum. I Krukksspá segir að í tíð Brandólfs hins rauða, biskups, muni Hjallabrekka á Hörgslandi hrapa „þá nautamaðurinn rekur til vatns í miklu hreggviðri.” Pálína Stefánsdóttir á Dalshöfða í Fljóts- hverfi (f. 1887) sagði mér frá þessu á annan veg og fyllri: „Ef saman fara á Hörgslandi þrjár gráar kýr og austfirskur smali, mun Hjalla- brekka hrapa yfir bæinn.” Hjallabrekka er sem betur fer enn á sínum stað og ekkert í átt til þess að hlaupa á Hörgslandsbæi. Svipuð ummæli eru um Hundhamar ofan við bæinn á Fossi á Síðu. Geirlaug Filippusdóttir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi sagði mér að Jón krukkur hefði spáð því að Grettissteinn fyrir ofan bæinn í Kálfafellskoti myndi eiga eftir að granda bænum. Geysimikill bergflötur fyrir ofan bæinn á Núpsstað í Fljótshverfi heitir Hella. Jón krukkur átti að hafa spáð því að hún myndi hrapa yfir bæinn á Núpsstað. Klettadrangurinn Kleykir stóð við alfaraveg vestan við bæinn Uppsali í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Sú hafði verið spá Jóns krukks að Kleykir myndi hrapa yfir hjónin í Uppsölum er þau væru að skemmta sér undir honum. Nú er Kleykir horfinn, vega- gerðarmenn felldu hann að velli fyrir mörgum árum. Flest framantalin atriði varðandi Jón krukk og spásagnir hans finnast ekki í handritum Krukksspár og mörg önnur, svipuð, mætti víst til færa ef vel væri eftir leitað. Ýmislegt markvert býr á bak við þau en merkust eru, að mínu viti, atriðin um gráu kýrnar. Gráir nautgripir koma við sögu í fornum ritum í sambandi við kyngi og dularmögn. Eftirminnileg er frásögn Laxdæla sögu af apalgráa uxanum Harra í eigu Ólafs páa, kostgrip miklum á búi, mannsanda — ef svo má segja — í nautsgervi og hlaust af drápi hans mestur mannskaði í ætt Ólafs. Með apalgráu kynjanauti átti kýr Þórodds Þorbrandssonar í Álftafirði nautið Glæsi og hafði áður sleikt af ösku Þórólfs bægifótar. Af völdum Glæsis hlaut svo Þóroddur bana og má um þetta lesa í Eyrbyggja-sögu. 40 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.