Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 42
heitir Nóndrangur. í sögnum er að Jón krukkur hefði spáð því að
Nóndrangur myndi hrapa niður og bóndinn í Mörk verða undir
honum.
I Krukksspá segir að í tíð Brandólfs hins rauða, biskups, muni
Hjallabrekka á Hörgslandi hrapa „þá nautamaðurinn rekur til
vatns í miklu hreggviðri.” Pálína Stefánsdóttir á Dalshöfða í Fljóts-
hverfi (f. 1887) sagði mér frá þessu á annan veg og fyllri: „Ef saman
fara á Hörgslandi þrjár gráar kýr og austfirskur smali, mun Hjalla-
brekka hrapa yfir bæinn.” Hjallabrekka er sem betur fer enn á
sínum stað og ekkert í átt til þess að hlaupa á Hörgslandsbæi.
Svipuð ummæli eru um Hundhamar ofan við bæinn á Fossi á Síðu.
Geirlaug Filippusdóttir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi sagði mér
að Jón krukkur hefði spáð því að Grettissteinn fyrir ofan bæinn í
Kálfafellskoti myndi eiga eftir að granda bænum.
Geysimikill bergflötur fyrir ofan bæinn á Núpsstað í Fljótshverfi
heitir Hella. Jón krukkur átti að hafa spáð því að hún myndi hrapa
yfir bæinn á Núpsstað.
Klettadrangurinn Kleykir stóð við alfaraveg vestan við bæinn
Uppsali í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Sú hafði verið spá
Jóns krukks að Kleykir myndi hrapa yfir hjónin í Uppsölum er þau
væru að skemmta sér undir honum. Nú er Kleykir horfinn, vega-
gerðarmenn felldu hann að velli fyrir mörgum árum.
Flest framantalin atriði varðandi Jón krukk og spásagnir hans
finnast ekki í handritum Krukksspár og mörg önnur, svipuð, mætti
víst til færa ef vel væri eftir leitað. Ýmislegt markvert býr á bak við
þau en merkust eru, að mínu viti, atriðin um gráu kýrnar. Gráir
nautgripir koma við sögu í fornum ritum í sambandi við kyngi og
dularmögn.
Eftirminnileg er frásögn Laxdæla sögu af apalgráa uxanum
Harra í eigu Ólafs páa, kostgrip miklum á búi, mannsanda — ef svo
má segja — í nautsgervi og hlaust af drápi hans mestur mannskaði
í ætt Ólafs.
Með apalgráu kynjanauti átti kýr Þórodds Þorbrandssonar í
Álftafirði nautið Glæsi og hafði áður sleikt af ösku Þórólfs
bægifótar. Af völdum Glæsis hlaut svo Þóroddur bana og má um
þetta lesa í Eyrbyggja-sögu.
40
Goðasteinn