Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 87

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 87
stað, því að illa gengi þarlendu fólki að nefna sig réttu nafni. Hann slóst í för með okkur og var brátt haldið norður með vatni um Winnipeg Beach, Húsavík, Siglunes, Gimli, Árnes, Breiðavík, Hnausa og til Sandvíkur eða Sandy Bar, sem Guttormur skáld Guttormsson gerði skil í samnefndu kvæði. Hjá Sandvík ókum við inn á nýgerðan veg út í vatnið og síðan eftir voldugri brú út í Mikley. Kom þá á daginn að þessir tveir vestur- íslensku skólamenn höfðu fæðst og aiist upp í þessari gömlu Islendingabyggð. Sögðu þeir okkur margt um mannlíf og búskapar- hætti í eyjunni eins og þeir mundu það frá æsku. Fyrstu land- nemarnir höfðu sest þar að árið 1876 og farið brátt fjölgandi, svo að þarna varð allfjölmenn byggð, Fólkið bjó við kýr og sauðfé og flestir stunduðu jafnframt fiski- veiðar í vatninu, sem er 25 þúsund ferkílómetrar að stærð eða um fjórðungur af flatarmáli íslands. Eyjan hafði heitið Big Island í öndverðu, en fékk brátt heitið Mikley hjá landnemunum frá Islandi. Pósthúsið nefndist Hekla og út frá því var oft talað um Heklubyggð í Mikley. Allir bæir báru íslensk nöfn eins og Grund, Reykjanes, Skógarnes og margt fleira. Fremur hafði byggðin verið einangruð, en samt hafði fólkinu þarna liðið allvel og oftast haft nóg að bíta og brenna. Lifnaðarhættir, matargerð, klæðnaður og annað hafði að mestu verið með íslensku sniði lengi vel. Úr mjólk- inni var unnið smjör, skyr og ostur og úr sauðfjárafurðum fengu menn kjöt, blóðmör, lifrarpylsu, lundabagga, kæfu og þess háttar. Ullin var unnin heima og prjónaðar allar flíkur og jafnvel ofið vaðmál og mætti svona lengi telja. Haldnar voru kvöldvökur á bæjum á vetrum, lesnar íslendingasögur og aðrar bækur á íslensku sem og guðsorð. Ekki heyrðist nema íslenska í daglegu tali og börnin fóru ekki að læra ensku fyrr en þau byrjuðu að ganga í skólann. Svona hafði líf eyjarskeggja haldið áfram lítt breytt fram á ár heimsstyrjaldarinnar síðari. Þá urðu mjög mikil umskipti. Fjöldi karlmanna hvarf þá að heiman til herþjónustu eða annarra starfa. Ungt fólk fór þá líka að fara burt til framhaldsnáms í vaxandi mæli og ýmsar nýjungar í atvinnulífi tóku að ryðja sér til rúms. fbúum eyjarinnar fór þá talsvert fækkandi og svo gerðist það fyrir all- Goðasteinn 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.