Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 9
fljótt komist í kynni við prest og fjölskyldu hans og tekur að yrkja
lofvísur um börn prests og um reiðhross hans, sum hver fræg í
sögum.
Handritið var afhent Landsbókasafni til eignar af Páli Jónssyni
verslunarmanni frá Hjarðarholti, stjórnarmanni Elliheimilisins
Grund í Reykjavík og kynni áður að hafa verið í eigu einhvers
dvalarmanns þar, en annars er ekkert vitað um feril þess.
Jón Borgfirðingur kom við í Steinum í bóksöluferð þann 13. júlí
1861 og nafni hans fór ekki framhjá honum: „Unglingspiltur var
þar undarlegur en vel gáfaður.” Jón Borgfirðingur hafði hús nafna
síns, Árnasonar þjóðsagnasafnara, í huganum og fór þess á leit við
Jón í Steinum að hann tæki að safna þjóðfræðum.
Árið 1862 hófst útgáfan á Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sama ár
barst safnið austur undir Eyjafjöll í hendur á lestrarfúsu fólki.
Ungum manni í Steinum var þetta eins og himinsending og köllun
til meiri starfa. Upp úr því hefjast bréfaskriftir Jóns í Steinum og
Jóns Árnasonar og haldast næstu árin. Bréf Jóns í Steinum eru
varðveitt í bréfasafni Jóns Árnasonar í Konunglega bókasafninu í
Kaupmannahöfn. Láta þau marga fræði í té um aðstæður surnra
þeirra sem unnu fyrir Jón Árnason í ónretanlegu starfi hans við að
bjarga sál þjóðar sinnar og þjóðararfi. Fátækt Steina-Jóns var svo
himinhrópandi að hann átti oft ekki pappír til að skrifa á, ekki aura
undir eitt bréf. Á sama tíma er liann hvarvetna á höttunum eftir
gömlum handritum og sendir Jóni Árnasyni dýrmæt handrit, sem
hann setti inn í einkasafn sitt og sem Jón Sigurðsson forðaði síðar
frá því að verða seld úr landi.
Þjóðsagnahandrit Jóns Sigurðssonar í safni Jóns Árnasonar,
Lbs. 421, 8vo, var of seint á ferð til þess að komast í þjóðsagna-
útgáfuna 1862—1864. Jón Þorkelsson og fleiri sóttu í það efni til
útgáfu og misjafnlega vel með það farið og er þjóðsagnaútgáfa
Jóns 1899 til vitnis um það. Nú er völ á góðri útgáfu á þjóðsagna-
handriti Jóns í Steinum í heildarútgáfunni á Þjóðsögum Jóns
Árnasonar árið 1961.
Sesselja móðir Jóns dó 25. janúar 1866. Árið 1869 tekur Sig-
urður Vigfússon sig upp frá Steinum með börn sín bæði, Gróu og
Jón, suður að Bústöðum í nánd við Reykjavík og þar er Jón
Goðasteinn
7