Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 59
og þeir vilja.” Ég neitaði því, en hann ítrekaði það aftur og bjóst til
að hella í staupið. Nú var ljómandi lag fyrir Illfýsni. Hún var líka
komin sú gamla og var nú svo fagurbúin og fagurmál að ég hugði
að þar væri Aðvörun sjálf og sagði hún við mig, um leið og maður-
inn hellti í staupið aftur: „Vinur, ég skal sjá svo til að það skaði þig
ekki þó þú drekkir þetta staup, því eins og þú heyrðir á orðum hans,
gengur honum gott til, að halda víninu að þér. Hann langar til að
sýna þér velvild með einhverju móti en þú mátt ekki standa við og
hann hefir ekki annað fyrir hendinni til að auðsýna þér hana með,
enda heldur hann meiri góðgjörð í þessu en í raun réttri er. Taktu
við staupinu, ég skal sjá um þig.” Ég tók við staupinu og drakk úr
því í kasti, steig síðan á bak og reið í brott með samferðafólki mínu
og vorum við innan skamms komin að Prestsbakka.
En illt er að eiga þræl að einkavin! Áformað var að hlýða messu
á Prestsbakka og fengum við því haga handa hestum okkar og fór
ég einn með fleirum að flytja þá. Teymdum við þá skammt upp fyrir
bæinn. Langar ykkur nú ekki að vita hvernig gengur? Það er víst,
og skal nú heldur ekki standa á því að segja ykkur það. Þess fleiri
spor sem ég gekk, þess meira steig nú vínið til höfuðs mér og er við
vorum rétt komnir á enda með hestana varð einhver eilítil óslétta
fyrir mér, sem ég aðeins kom með annan fótinn svolítið við. Jæja,
í sömu svifum urðu gjörsamlega endaskipti á mér og var mildi að
hesturinn sem næst mér gekk fór ekki ofan á mig.
En nú kom eitt öðru verra, ef svo mætti að orði komast. Ég eins
og hrökk upp af svefni og sá nú að það hafði ekki verið vinkona mín
Aðvörun sem lofaði mér ásjá sinni ef að ég drykki staupið, heldur
var það hin grimmlundaða Illfýsni í ginnandi svikabúningi og um
leið og ég rauk um, hló hún svo napran kuldahlátur að hrollur fór
um mig og sagði hún þá: „Svei því, kunningi, skyldi nú ekki
vinkona þín, Aðvörun, meiga bisa svolítið við þig áður en fær
þessari skömm af þér hrundið!’ Að þessum töluðum orðum var
Illfýsni öll á brott en Aðvörun komin og var nú heldur döpur í
bragði og sagði þá: „Vinur! Illa ertu nú kominn og hefði ekki farið
svona leiðinlega ef þú hefðir haldið við mig loforð þitt. En ekki
dugir að sakast um orðinn hlut, njóttu þess nú að þú ert aftastur
samferðamanna þinna og stattu upp undir eins, áður en þeir líta við
Goðasteinn
57