Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 99

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 99
Kvöld eitt um haustið 1876 var íslensk kona í Lundi ein heima með börnum sínum, því maður hennar hafði farið í kaupstað að Gimli til að kaupa vetrarforða af matvælum og öðrum nauðsynjum handa fjölskyldunni. Konan var að ljúka við að koma börnunum í rúmið, þegar hún heyrði einhvern ókennilegan umgang frammi í anddyri bjálkakofans. Hún opnaði hurðina og gáði fram. Þar stóð þá hávaxinn og þreklegur Indíáni, sem rétti fram nokkra fiska að konunni, án þess að segja orð. Hún var smeik í fyrstu og hopaði frá, en þá lagði maðurinn fiskana á gólfið og gaf henni í skyn með bendingum að hann hefði ekkert illt í hyggju, heldur vildi hann aðeins færa henni og fjölskyldunni fisk í soðið. Konan hræddist hann þá ekki lengur, en vildi gjarna gefa þessum ókunna Indíána eitthvað í staðinn. Hún leit í kringum sig, en sá ekkert handbært til að gefa, nema ullarsokka bónda sins, sem hún greip og rétti manninum. Hann tók við gjöfinni og án þess að segja orð, var hann horfinn út í myrkrið. Þessi Indíáni var John Ramsey og átti þessi fjölskylda sem og margar aðrar í íslendingabyggðinni eftir að þiggja af honum margan góðan greiða og gjafir, svo sem fisk, veiðidýrakjöt, loðskinn og fleira. Þegar bólusóttin gekk Veturinn 1876—77 gekk skæð bólusótt í byggðum íslendinga og dó á annað hundrað manns úr veikinni. John Ramsey dvaldist þá meðal íslendinganna ásamt fjölskyldu sinni. Hann og kona hans, sem hét Betsy, hlynntu að veiku fólki, færðu þvi mat og urðu að liði með ýmsum hætti. En bólusóttin var bráðsmitandi og þessi Indíánafjölskylda tók veikina svo sem við var að búast. Konan Betsy og sonur þeirra hjóna dóu úr veikinni, en John og ung dóttir lifðu af, en báru líkt og margir íslendinganna menjar þessarar skæðu pestar alla ævi. Þegar veikin var liðin hjá um vorið, þá fór John Ramsey upp til Winnipeg, þar sem hann lét gera legstein með gylltu letri á gröf konu sinnar. Hann borgaði allt sem hann átti í reiðufé fyrir steininn og bar hann síðan á bakinu um 100 kílómetra leið norður til byggðarinnar í Sandvík. Þar kom hann steininum fyrir á leiði F Goðasteinn 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.