Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 108

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 108
læk áriö 1824. Hún átti þá um sárt aö binda, hafði misst mann sinn skyndilega og bar barn hans undir brjósti. Heimilið að Syðri- Rauðalæk varð henni skjól og griðastaður. Mér verður það á að bera þessa búferlaflutninga saman við atburði sem gerðust rúmri öld síðar og tengdust þá mér og minni fjölskyldu. Faðir minn, Guðjón Þorsteinsson frá Berustöðum, hóf búskap á Brekkum, næsta bæ við Syðri-Rauðalæk árið 1924, ásamt móður minni Margréti Halldórsdóttur frá Sandhólaferju. Hún var dóttir Halldórs á Syðri-Rauðalæk. Móðir mín andaðist 1. júlí 1939 og bjó faðir minn í tvö ár áfram á Brekkum. En árið 1941 ræðst það, að faðir minn flytur að Syðri-Rauðalæk með fjögur börn sín, Sigurð 17 ára, Margréti 14 ára, Bjarnhéðin 13 ára og þann sem þessar línur ritar, 7 ára. Mér er í barnsminni ferð föður míns og systkinanna frá Brekkum að Syðri-Rauðalæk hinn 10. maí árið 1941. Við fórum fótgangandi. Föggur okkar voru á hestvagni. Það var dagur að kveldi kominn. Matur beið okkar og við gerðum honum góð skil. Ég minnist þess enn í dag, hversu vel heimabakaða brauðið bragðaðist. Ég skildi ekki þá velgjörðir Rauðalækjarheimilisins við mig og mína, en með árunum hef ég betur áttað mig á þeim hlutum. Jörðin Syðri-Rauðalækur liggur syðst í Holtahreppi, en nokkurn veginn miðsvæðis í Holtamannahreppi hinum forna. Elsta heimild um bæinn er Oddamáldagi frá 1270. Þar er jörðin nefnd Rauða- lækur hinn ytri. Gjalda á þaðan gamlan gelding að Odda. í Árbæjarmáldaga frá um 1300 er jörðin nefnd Rauðalækur hinn neðri. Nafnið Syðri-Rauðalækur kemur fyrst fyrir í Alþingis- bókunum frá 1646 í skjölum um Skarfanesmál (A VI, 196). Það getur þó verið allgamalt. í jarðabókum 17 aldar er jörðin metin á 20 hundruð. Árið 1848 er hún metin 20 hundruð forn, en 21,2 hundruð ný og 1942 á 14.600 krónur. Syðst á landareigninni er hornmark þriggja hreppa: Ásahrepps, Djúpárhrepps og Holtahrepps. Land jarðarinnar liggur að landi sex annarra bæja, þ.e. Vetleifsholts, Arnkötlustaða, Meiri- Tungu, Brekkna, Efri-Rauðalækjar og Ægissíðu. Rauðalækur rennur eftir landi jarðarinnar nokkurn veginn miðsvæðis. Þarna skiptast á mýrlendi og lág holt, víða stórþýfð, og smárimar. 106 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.