Goðasteinn - 01.06.1985, Side 108
læk áriö 1824. Hún átti þá um sárt aö binda, hafði misst mann sinn
skyndilega og bar barn hans undir brjósti. Heimilið að Syðri-
Rauðalæk varð henni skjól og griðastaður.
Mér verður það á að bera þessa búferlaflutninga saman við
atburði sem gerðust rúmri öld síðar og tengdust þá mér og minni
fjölskyldu. Faðir minn, Guðjón Þorsteinsson frá Berustöðum, hóf
búskap á Brekkum, næsta bæ við Syðri-Rauðalæk árið 1924, ásamt
móður minni Margréti Halldórsdóttur frá Sandhólaferju. Hún var
dóttir Halldórs á Syðri-Rauðalæk. Móðir mín andaðist 1. júlí 1939
og bjó faðir minn í tvö ár áfram á Brekkum.
En árið 1941 ræðst það, að faðir minn flytur að Syðri-Rauðalæk
með fjögur börn sín, Sigurð 17 ára, Margréti 14 ára, Bjarnhéðin
13 ára og þann sem þessar línur ritar, 7 ára. Mér er í barnsminni ferð
föður míns og systkinanna frá Brekkum að Syðri-Rauðalæk hinn
10. maí árið 1941. Við fórum fótgangandi. Föggur okkar voru á
hestvagni. Það var dagur að kveldi kominn. Matur beið okkar og
við gerðum honum góð skil. Ég minnist þess enn í dag, hversu vel
heimabakaða brauðið bragðaðist. Ég skildi ekki þá velgjörðir
Rauðalækjarheimilisins við mig og mína, en með árunum hef ég
betur áttað mig á þeim hlutum.
Jörðin Syðri-Rauðalækur liggur syðst í Holtahreppi, en nokkurn
veginn miðsvæðis í Holtamannahreppi hinum forna. Elsta heimild
um bæinn er Oddamáldagi frá 1270. Þar er jörðin nefnd Rauða-
lækur hinn ytri. Gjalda á þaðan gamlan gelding að Odda. í
Árbæjarmáldaga frá um 1300 er jörðin nefnd Rauðalækur hinn
neðri. Nafnið Syðri-Rauðalækur kemur fyrst fyrir í Alþingis-
bókunum frá 1646 í skjölum um Skarfanesmál (A VI, 196). Það
getur þó verið allgamalt.
í jarðabókum 17 aldar er jörðin metin á 20 hundruð. Árið 1848
er hún metin 20 hundruð forn, en 21,2 hundruð ný og 1942 á 14.600
krónur. Syðst á landareigninni er hornmark þriggja hreppa:
Ásahrepps, Djúpárhrepps og Holtahrepps. Land jarðarinnar liggur
að landi sex annarra bæja, þ.e. Vetleifsholts, Arnkötlustaða, Meiri-
Tungu, Brekkna, Efri-Rauðalækjar og Ægissíðu. Rauðalækur
rennur eftir landi jarðarinnar nokkurn veginn miðsvæðis. Þarna
skiptast á mýrlendi og lág holt, víða stórþýfð, og smárimar.
106
Goðasteinn