Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 18

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 18
Náði hann í hana aptur með önglinum og bisaði við hana nokkuð utan borðs. Slapp svo hjá honum aptur en varð innbyrt af öðrum manni. Jón heitinn leit niður fyrir sig svo sem væri hann að gæta að árinni sinni og hné niður með það sama örendur. Urðu menn þess þá varir að blóð rann af munni hans. Maðurinn var annars brjóstveikur og má vera þetta hafi flýtt fyrir dauða hans. í þeirri von að þér segið nafna yðar, Jóni Guðmundssyni, frá þessu, því ég veit að hann vill miklu fremur heyra þessleiðis fréttir, þá skal þess getið að maðurinn var vel efnaður og barnlaus. Samt vænti ég að sveitungur hans teldi hann ekki með merkilegustu mönnum eða minnist hans með söknuði, því hann var svoleiðis maður að hann lifði fyrir engan nema sjálfan sig, annars samt vænn maður og ráðvandur. Ekki gat það heppnast með „næluna,” því hún var glötuð þegar ég kom austur, en bótin af altarisklæðinu er enn til og mun ég senda yður hana seinna. Hún er annars eitt af því, þó í smáu sé, sem til fornleifa getur talist. Það er skinnpjatla með ísaumi. Mér var sagt um daginn að fleira mundi hafa fundist í forna Miðbæli en það er með svo miklum dul að ég örvænti að fá nokkurn tíma að sjá það, en gjöra skal ég það sem ég megna. Fáein blöð sendi ég yður með föður mínum og setti ég innihald þeirra framan við. Þægilegt flutningskaup væri honum að fá einn kaffibolla ef svo stæði á eða eitt staup. Mikið þráði ég eftir að finna yður aptur áður en ég fór á stað en Páll Guðjónsson samferðamaður minn herti svo á mér að ég mátti ekki viðstanda, en þeirri fundarþrá minni til yðar var svo varið: Ég sé það í hendi mér að vegna heilsuveiki minnar get ég hvorki orðið sjálfum mér til nytsemdar né öðrum, því þó mér skáni nú betur en enn er orðið, sem ég vona að verði, þá er ég hræddur um að ég fái aldrei heilsu svo sterka að ég geti mætt striti þvi sem sveitavinna útheimtar. Þessi sannfæring upptendrar eptirlöngun mína til að læra en því verður ómegulega við komið fátæktar vegna. Því eru það vinsamleg tilmæli mín til yðar að þér komist eptir því við skólastjórnina hvort að drengir sem komnir eru yfir tvítugt (23 ára) geti fengið inngöngu í skólann og væri svo þá að fara á fjörurnar fyrir mig við bæjarmenn að styrkja mig til að geta lært í heima- 16 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.