Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 74
í byrjun nóvember 1981 fór ég í fundaferð austur fyrir Mýrdals-
sand og tók reiðann með mér. Ólöf í Gröf gaumgæfði gripinn, kom
hann ekki ókunnulega fyrir sjónir en vildi þó engu slá föstu um að
þetta væri reiði móður hennar svo langt sem hafði liðið milli
samfunda. Hvorugt okkar aðgætti þá í svipinn að svarið lá í látúns-
laufinu gamla sem ég sá fyrst 1952 en reiðinn og það urðu nú
samferða mér út að Skógum.
Reiðinn er búinn reiðakúlu, 8,5 sm í þvermál. Hún er gerð sem
hringlaga látúnsdiskur, lagður á hvolf ofan á breiða leðuról og
festur við hana með látúnsnöglum. Ofan á reiðakúluna er grafið
með gangalaverki K G, utan með bylgjast einfalt línukrot. Að fornri
venju hefðu látúnslauf átt að vera sitt hvorum megin við reiða-
kúluna, út á hestlendina. Mér varð nú að ráði að bera látúnslaufið
frá Gröf við reiðakúluna og í ljós kom að þar og hvergi annarsstaðar
átti það heima. Baugur var grafinn á innri enda látúnslaufsins og
fylgdi hann nákvæmlega brún kúlunnar þegar laufið var lagt inn
undir hana. Gangalaverkið var hið sama á báðum hlutunum og
blær málmsins hinn sami. Hér fór ekkert á milli mála, aðeins var
glatað laufið sem vísað hefur til hinnar hliðar út frá reiðakúlunni.
Þarna urðu ánægjulegir endurfundir.
Hér skal við það miðað að söðulreiðinn hafi alla tíð átt heima
í Gröf en er þó engan veginn víst, hann kynni að hafa fylgt söðli
Þuríðar frá Hlíð upp að Gröf. Stafirnir K G ættu að veita fótfestu
i sögulegri rannsókn reiðans. Eru þeir fangamark? Eðlilegast hefði
virst að setja það K G D ef um eign konu hefði verið að ræða, ella
K G S. I gagnmerku heimildarriti Björns Magnússonar prófessors
Vestur-Skaftfellingar I — IV er engan þann mann að finna, karl eða
konu, um eða fyrir miðja 19. öld, sem mér virðist að hafi getað átt
fangamarkið K G og komið við upphafssögu reiðans. Hugsanleg
skýring er sú að Gísli Jónsson afi Ólafar í Gröf hafi látið smíða
reiðann og stafirnir K G eigi að tákna Kristín, Gísli, en Gísli giftist
1847 Kristínu dóttur Símonar hins mállausa, Davíðssonar. Verkið
á reiðanum er án efa frá þessum tíma.
Erfitt er að geta sér til um höfund reiðans. Hann kynni að vera
Ólafur Ólafsson bóndi í Seglbúðum í Landbroti (d. 1864), sonur
Óiafs Þórarinssonar koparsmiðs, mikils listamanns. Ólafur yngri
72
Goðctsteinn