Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 74

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 74
í byrjun nóvember 1981 fór ég í fundaferð austur fyrir Mýrdals- sand og tók reiðann með mér. Ólöf í Gröf gaumgæfði gripinn, kom hann ekki ókunnulega fyrir sjónir en vildi þó engu slá föstu um að þetta væri reiði móður hennar svo langt sem hafði liðið milli samfunda. Hvorugt okkar aðgætti þá í svipinn að svarið lá í látúns- laufinu gamla sem ég sá fyrst 1952 en reiðinn og það urðu nú samferða mér út að Skógum. Reiðinn er búinn reiðakúlu, 8,5 sm í þvermál. Hún er gerð sem hringlaga látúnsdiskur, lagður á hvolf ofan á breiða leðuról og festur við hana með látúnsnöglum. Ofan á reiðakúluna er grafið með gangalaverki K G, utan með bylgjast einfalt línukrot. Að fornri venju hefðu látúnslauf átt að vera sitt hvorum megin við reiða- kúluna, út á hestlendina. Mér varð nú að ráði að bera látúnslaufið frá Gröf við reiðakúluna og í ljós kom að þar og hvergi annarsstaðar átti það heima. Baugur var grafinn á innri enda látúnslaufsins og fylgdi hann nákvæmlega brún kúlunnar þegar laufið var lagt inn undir hana. Gangalaverkið var hið sama á báðum hlutunum og blær málmsins hinn sami. Hér fór ekkert á milli mála, aðeins var glatað laufið sem vísað hefur til hinnar hliðar út frá reiðakúlunni. Þarna urðu ánægjulegir endurfundir. Hér skal við það miðað að söðulreiðinn hafi alla tíð átt heima í Gröf en er þó engan veginn víst, hann kynni að hafa fylgt söðli Þuríðar frá Hlíð upp að Gröf. Stafirnir K G ættu að veita fótfestu i sögulegri rannsókn reiðans. Eru þeir fangamark? Eðlilegast hefði virst að setja það K G D ef um eign konu hefði verið að ræða, ella K G S. I gagnmerku heimildarriti Björns Magnússonar prófessors Vestur-Skaftfellingar I — IV er engan þann mann að finna, karl eða konu, um eða fyrir miðja 19. öld, sem mér virðist að hafi getað átt fangamarkið K G og komið við upphafssögu reiðans. Hugsanleg skýring er sú að Gísli Jónsson afi Ólafar í Gröf hafi látið smíða reiðann og stafirnir K G eigi að tákna Kristín, Gísli, en Gísli giftist 1847 Kristínu dóttur Símonar hins mállausa, Davíðssonar. Verkið á reiðanum er án efa frá þessum tíma. Erfitt er að geta sér til um höfund reiðans. Hann kynni að vera Ólafur Ólafsson bóndi í Seglbúðum í Landbroti (d. 1864), sonur Óiafs Þórarinssonar koparsmiðs, mikils listamanns. Ólafur yngri 72 Goðctsteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.