Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 79

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 79
Við gengum niður Alnrannagjá, fram hjá Drekkingarhyl, skoðuðum Lögberg og Öxarárfoss, settumst síðan upp í bilinn og héldum ferðinni áfram. Segir ekki meira af því, nema hvað allt gekk samkvæmt áætiun. Við snæddum hádegisverð í Edduhótelinu á Laugarvatni og dvöldum vel og lengi í veðurblíðunni við Geysi og Gulifoss, því að alltaf tekur það mun lengri tíma að skoða þessa fögru staði, þegar veðrið er gott. Ég var að sjálfsögðu önnum kafinn við fararstjórn allan daginn og ekki var það fyrr en á heimleiðinni, sem tóm gafst til að hringja suður og spyrja um konuna, er slasast hafði um morguninn og verið send á slysavarðstofu. Tækifæri fékk ég loks í Hveragerði, er við stönsuðum drjúga stund í þeim ágæta veitingastað Eden. Þar komst ég í síma og hringdi á Loftleiðahótelið. Eftir nokkra bið náði ég sambandi við aðalfararstjórann og spurði hann um konuna, er ég nú vissi að nefndist fröken Hagen. „Já” sagði hann, „fröken Hagen líður vel. En er ekki annars best að þú talir við hana sjálfa?” Mér létti stórlega við að heyra að konan væri málhress og innan skamms kom hún í símann. Sagði hún mér þá, að hún hefði reynst óbrotin og lítt meidd, nema hvað þurft hefði að sauma smáskurð á enni hennar. Var hún hin hressasta og sagðist vonast til að geta haldið áfram ferðinni með okkur daginn eftir. Þegar út í bílinn kom á ný, sagði ég fólkinu þessi gleðitíðindi af fröken Hagen og létti þá öllum stórlega, því að fram að þessu hafði óhappið og síðan óvissan um konuna hvílt eins og mara á okkur öllum. Næsta dag hófst ný ferð og þá kom þessi góða og duglega kona með okkur og bar sig vel, þrátt fyrir skrámur, mar og óþægindi. Við ókum til Hafnar í Hornafirði, gistum þar og flugum aftur til Reykjavíkur. Því næst var ekið norður í land og stansað víða eins og á Akureyri og Siglufirði og heimsóttir fagrir og fjölsóttir staðir, svo sem Goðafoss, Mývatnssveit, Ásbyrgi, Dettifoss, Grímsstaðir á Fjöllum og margir aðrir. Gekk ferðin eins og best varð á kosið og lauk að síðustu með flugferð frá Akureyri til Reykjavíkur. Fröken Hagen jafnaði sig til fulls og naut sín vel í ferðinni. Ég ræddi oft við hana og féll vel á með okkur. Sagði hún mér ýmislegt af sjálfri sér og meðal annars kom það fram að hún væri af norskum ættum. Foreldrar hennar höfðu flust frá Noregi og vestur á sléttur Guðasteinn 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.